Rafræn Reykjavik gerir allt vitlaust þessa daganna og býður til dansiballs á Gauknum laugardaginn 4. febrúar. Fram koma heil sex atriði sem eru ekki af verri endanum og bjóða þau upp á ferska íslenska raftónlist í bland við framsækna skífuþeytara.

Fram koma:

Reykjavik swing orchestra
Hermigervill
Mr. silla & mongooze

Ásamt

Dj Exos (3 deck mixing)
Og Dj Knob.


Biogen mun sjá um Vj verk en um er að ræða sjónræna tilburði á striga í bakrunni við tónlistaratriði listafólksins.

Það kostar 1000 kr. inn og húsið opnar stundvislega klukkan 23.00

Taktu laugardaginn 4. febrúar frá til að upplifa hágæðaraftónleika í bland við frábæra klúbbakeyrslu þegar líða tekur á kvöldið.

rafreykjavik.01.is
exosmusic.com
techno.is


Meira um tónlistarfólkið :

Reykjavik Swing Orcestra

Mastermind eða Twisted wizard of Oz eins og hann er kallaður kynnir hljómsveit með söngkonum og ásláttahljóðfærum. Hans rétta nafn er Ingi Þór og hefur hann verið viðriðin danstónlistarsenu Reykjavíkurborgar alveg frá því að á hann var sett bleyja. Ingi býr til þétta klúbbatónslist sem að “grúvar” áfram eins og vindurinn sjálfur og hefur kappinn spilað hér og þar í gegnum árin á klúbbum eins og Nasa, Kapital og Thomsen.

Biogen

Biogen er afi raftónlistar Íslands,..eins og hún þekkist í dag. Ef við mundum velja einn raftónlistarmann til að kynna raftónlist fyrir öðrum sólkeerfum þá væri Biogen sendur.
Hér er kappinn þó undir öðrum formerkjum og ætlar að kynna okkur fyrir VJ list sem er ávalt fastur liður á raftónleikum erlendis en kemur sjaldan fyrir hér innanlands.

Mr. silla & mongooze

Hér er um að ræða sólo verkefni Sigurlaugar Gísladóttur sem starfaði með hljómsveit sinni the Gimmicks en Silla hefur spilar á stöðum eins og Grandrokk og Sirkus auk þess að hafa slegið rækilega í gegn á Iceland ariwaves hátinni. Mr. Silla hefur einnig spilað erlendis og þá helst í Þýskalandi.

Hermigervill

Hermigervill hefur gert garðinn frægann alveg síðan hann burstaði hæfilekakeppni framhaldsskólanna hér um árið en síðan þá hefur kappinn gefið út tvær breiðskífur og spilað á vel heppnuðum kvöldum um alla Reykjavik, þá má helst má nefna nasa á airwaves og þá síðast á Party Zone kvöldinu ásamt Gus Gus þar sem Hermigervill hreinlega átti staðinn og stemmninguna.
Þða verður áhugavert að fylgjast með Hermigervil á laugardaginn.


Exos

Exos mun leika sér með heila þrjá plötuspilara þetta kvöldið eða 3 deck mixing eins og það er kallað og hefur það ekki gerst í heilt ár. Exos mun hita upp fyrir Reykjavik Swing orcestra svo ekki missa af kappanum og mætið snemma.

Dj Knob

Dj Knob er maðurinn á bakvið Rafræn Reykjavik útvarpsþáttinn sem er alla þriðjudaga á Xinu milli 22.00 - 00.00.
Dj Knob hefur haldið fullt af raftónleikum í Reykjavik ásamt því að vera einn færasti raftónlistarmaður þjóðarinnar. Hann hefur gengið undir ýmsum nöfnum og eitt þeirra er Imanti en hægt er að nálgast lög eftir kappann á techno.is