Ekki nema 4 tóku þátt, og enginn þeirra fékk fullt hús stiga. Þetta kom ekki á óvart enda spurningakeppnin í erfiðara lagi.

Stigin eru þessi:
Karkazz - 12
HippoMan - 11
Mundi - 7
Giggicool - 7

Karkazz er sem sagt krýndur sigurvegari CRPG trivia keppninnar janúar 2007!

Svörin eru eftirfarandi:

1) Það voru fjögur svör við þessari spurningu: Stonekeep 2 (King), Torn (Washington), Fallout 3 (Van Buren) og Project Jefferson sem var innanhúss nefndur Baldur's Gate 3: The Black Hound, en hann átti þó lítið skylt við Bhaalspawn söguna sem kláraðist í Throne of Bhaal.
2) Ég leiddi ykkur í gildru með þessa spurningu með því að nefna að Baldur's Gate seríunni undanskilinni, en Baldur's Gate: Dark Alliance var EKKI hluti af Baldur's Gate seríunni og var þróaður af Snowblind studios. Hann var að vísu ekki gefinn út af Black Isle per se en fyrirtækið hafði engu að síður mjög góða yfirsýn yfir leiknum og því eiginlegur útgefandi. Lionheart: Legacy of the Crusader (Reflexive Entertainment) er svo hinn hlutinn. I'm such a bastard. :)
3) Tvisvar, fyrst árið 1998 en þeir féllu frá því sama ár, og síðan byrjuðu þeir aftur á leiknum undir nafninu Van Buren.
4) SPECIAL heitir kerfið sem Fallout og Lionheart nota og það stendur fyrir Strength, Perception, Endurance, Charisma, Intelligence, Agility og Luck.
5) Athugið að ég notaði orðið lauslega. Serían er Avatar serían sem gerist vitaskuld í Forgotten Realms heiminum.
6) Þrátt fyrir trílógíu sem bar sama nafn þá byggir leikurinn einungis LAUSLEGA á fyrstu bókinni, The Crystal Shard, eftir R.A. Salvatore.
7) Friedrich Nietzsche heitir maðurinn.
8) Leikurinn er Planescape: Torment. Umræða um greinina skapaðist á áhugamálinu Leikir daginn sem hún var birt: http://www.hugi.is/leikir/articles.php?page=view&contentId=1903666
9) Fallout 2 hét fyrsti leikur Black Isle og hann kom út 30. september 1997, nákvæmlega ári á eftir forvera sínum. Baldur's Gate kom út sama ár en 2 mánuðum seinna.
10) Wasteland er nokkurs konar forfaðir Fallout seríunnar og kom leikurinn út 1988.
Vilhelm