Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið iðinn á áhugamálinu undanfarið, en hvað sem því líður þá er ég að fara í vikufrí til Kanaríeyja þann 22. mars. Kem svo aftur 29. sama mánaðar. Því kem ég ekki til með að samþykkja neitt á meðan býst ég við, nema þá að ég skelli mér á netkaffihús.

Hins vegar, þá vonast ég til þess að þegar ég verð kominn til baka muni Drepferspuninn vera kominn aftur í gang.

Kannski ég skelli inn einum galdri á morgun, ef WoW verður enn þá í rugli hjá mér.

Kveðja, BinniS