Næstu leikir Black Isle: Nýtt info! {EDITED} Feargus Urquhart var svo vænn að gefa aðdáendum Black Isle Studios óbeint info um næstu tvo leiki þessa margrómaða leikjaútgefanda. Sagði hann að það væru tveir ótilkynntir leikir í bígerð hjá BIS. Gekk hann jafnvel svo langt að segja hversu langt í framleiðslustiginu þeir væru komnir. Annar þeirra er víst á “moderate” stiginu, en hinn er á "Nearly Completed" stiginu.

Nú er bara hægt að vona að þeir leysi frá skjóðunni bráðlega, því ég er sjálfur orðinn hrikalega spenntur yfir næsta verkefni snillinganna.

Edit: Ég spurði meistarann hvenær það mætti búast við nýrri tilkynningu, en fékk aðeins þetta svar:

“To be honest, I am not sure. I hope that we can announce some stuff soon - but I am not very sure as to when that will be.”
Vilhelm