Sá bogi sem ég tel vera sá besti sem ég hef náð í tölvuhlutverkaleik er “Langbogi +4: Hamar” en hægt er að næla sér í hann í Icewind Dale.

Lýsing á venjulegum langboga:
Langboginn er líkur (stutt)boganum á margan hátt, fyrir utan það að haldið er um það bil jafnhátt bogaskyttunni, vanalega 1,80 metrar upp í 2,00 metra. Jafnvel þó að langboginn sé aðeins hægari en venjulegur bogi, þá drífur hann lengra og er nákvæmari.
<img src="http://www.locusinn.com/games/icewind/items/images/ibow04.gif">
Tæknileg atriði Langboga +4: Hamars:
Skaði: +4(skeyti)
Hittni (THACO): +5
Varnarflokksuppbót (Armor class bonus): 1
Sérstakt: Fjórar árásir á umferð
Hraði: 6
Lágmarksfimi (dexterity) 17 þarfnast
Lágmarksstyrkur 12 þarfnast
Ónothæfur af:
•Druid
•Cleric
•Mage
•Thief

Þó svo að þessi bogi teljist ekki “sérstakur” (þ.e. með sérstakt heiti og lýsingu) þá mun þetta vera albesti bogi sem ég hef komið höndum yfir í tölvuhlutverkaleik. Hvað er það sem gerir hann svona sérstakan? Það eru fjórar aukaárásir á umferð, +4 í skaða og +5 í hittni, en aukaárásirnar gnæfa auðvitað yfir hinu.

Lét ég rekkann (ranger) minn hafa þennan ótrúlega boga, og auðvitað fékk hann flest drápin (skemmtilegt að nefnast á það að álfurinn (rekkinn) og dvergurinn voru oft hnífjafnir í drápum, sem minnti svolítið á Gimla og Legolas úr Hringadróttinssögu) enda hleypti hann örvum af boga sínum eins og hann ætti lífið að leysa. Þar að auki hitti hann nánast alltaf sem gerir hann að þvílíkum skaðvaldi. Einn galli er þó á öllum bogum, það eru nokkrir óvinir sem eru ónæmir fyrir skeytum (arrow, bolt..) eins og t.d. síðasti aðalóvinurinn í IWD.

ATH SPILLIR
Hvernig skal ná boganum
Boginn er í Lower Dorn's Deep við hraunfljótið og er kona að nafni Ilmadia með hann. Ekki er samt alltaf öruggt að leikmaður nái boganum, því þetta er einn af þeim hlutum sem eru líkur á að komi og komi ekki. Ef boginn kemur ekki kemur annar hlutur í staðinn sem nefnist “Repeating Light Crossbow.”