Galdur vikunnar: Web Jæja, er þá ekki komið að því að kasta Raise Dead á galdur vikunnar og lífga hann við. Ég mun reyna að koma með galdur/hlut í hverri viku.

Vefur (Web)
<img src="http://www.locusinn.com/games/bg2/images/items/spwi215c.gif">
Skóli: Evocation
Level: 2
Færi: 5 fet (yard) fyrir hvert level
Líftími: 2 lotur (turn) fyrir hvert level
Kasttími: 2
Áhrifasvæði: Sérstakt
Saving Throw: Sérstakt

Vefgaldurinn myndar margra laga klasa af sterkum, límkenndum þræði, svipaður kóngulóarvef en miklu stærri og sterkari. Galdurinn hylur í mesta lagi svæði með 30 feta geisla (radius) (svipað eldhnetti (fireball)). Verur sem verða umkringdar eða einfaldlega snerta vefinn, festast í hinum límkenndu þráðum hans.

Þeir sem eru á kastsvæði galdursins verða að ná að gera st (saving throw) gegn galdrinum á meðan þeir þjást af -2 á st-ið sitt. Ef að st heppnast, þá er veran frjáls ferða sinna og getur farið út af áhrifasvæðinu. Hins vegar, ef veran er kyrr á svæðinu þarf hún að gera aðra st vs. spell í næstu umferð (round). Misheppnuð st þýðir að veran er föst í vefnum og ófær um að hreyfa sig nokkuð (getur því ekki skotið örvum t.d.). En ekki er öll von úti, veran á nefnilega möguleika á að losa sig úr vefnum við hverja umferð og verður þá að gera st vs. spell.

——————————————-

Persónulega finnst mér þessi galdur mjög nytsamlegur, þar sem hann festir oft á tíðum óvinina algjörlega og geta þeir þá hvorki skotið örvum né kastað göldrum. Það sem er einnig gott er að galdurinn verður betri með hverju leveli en oft er sérstaklega mælt með þannig göldrum, t.d. í NWN. Þó virkar galdurinn sjaldnast á hátt level óvini þar sem þeir hafa svo mikið st. Mundu samt þegar þú notar vefgaldurinn, að vera ekki inni á áhrifasvæðinu og hafðu bogaliða og galdramenn tilbúna.