Nú er kominn nýr dagur og það þýðir að nýr galdur er kominn á athugunarborð mitt. Í þetta skipti ætla ég að taka fyrir fyrsta levels galdurinn Grease, enda hefur hann fylgt Baldur’s Gate leikjunum síðan í byrjun.

——————————————-

Grease (Conjuration)
Level: 1
Færi: 10 metrar
Tímalengd: 3 rounds + 1 round/level
Kasttími: 1
Áhrifasvæði: 30' x 30' ferhyrnt svæði
Saving Throw: Sérstakt

Grease galdur hylur yfirborð efnis með sleipu lagi af feiti. Allar verur sem fara inn á svæðið eða er á því verða að gera save gegn spell eða renna til, sem gerir það að verkum að hún hægir á sér. Þeir sem að ná að gera save geta náð því að komast á feitislaust svæði í enda roundsins. Þeir sem að eru enn á svæðinu fá að gera eitt save á hverju roundi þar til þeir geta flúið svæðið.

——————————————-

Þessi galdur getur verið jafngagnlegur og slow ef að þú ert með ranged attacks. Ef ekki þá er þetta heldur tilgangslaus galdur vegna þess að hann virkar líka á meðlimi partysins þíns. Ágætur galdur en er ekkert í samanburði við Slow. Ég er enn ekki að skilja af hverju hann er í Baldur’s Gate II, enda byrja galdrakarlar/galdrakerlingar þar með level 3 galdra.