Agannazar's Scorcher Í tilefni þess að þetta virðist vera frekar ‘líflaust’, þá ætla ég aðeins að virkja þetta aftur með “Galdri Vikunnar”.

Agannazar's Scorcher
Level; 2
Skóli; (Upp)vakning, Framköllun.
Færi; 20 yards.
Gildistími; Samstundis.
Kast tími; 3.
Svæði undir áhrifum; 2-fet x 60-fet strókur.
Saving Throw; Ekkert.

Þegar þessum galdri er kastað, myndast eldstrókur á fingurgómum þess sem kastar galdrinum og spýtist svo í átt að þeim sem galdrinum var upphaflega kastað að. Þegar skotmarkið er hæfður þá er hann umsvifalaust sektaður af 3-18 endingarstigum, og öllum þeim sem standa í ‘eldlínunni’. Það eru enginn ‘saving throws’ gegn þessum galdri, þó eldvarnir eins og eldmótstaða getur minnkað, ef ekki útrýmt eldskaðanum.

——————–

Ég man enn þann dag í dag, þegar ég spilaði Baldur's Gate í fyrsta sinn hér í den, að þegar ég uppgvötaði þennan galdur. Hann hefur alltaf verið í smá uppáhaldi hjá mér vegna hugsunarinnar að geta skotið eldtungu frá fingurgómum manns gegnum múg og margmenni. Þessi galdur virkar ansi vel gegn ‘hausaveiðurum’ þar sem þeir eru oftast margir og oftar en ekki bardagamaður og seiðskratti sem standa í beinni línu.