Ég er viss um að þetta er frábær leikur, og þess vegna fer það óendanlega í taugarnar á mér að ég get ekki spilað hann, af því að ég var einn af aulunum sem keyptu Voodoo5 rétt áður en 3dfx fór á hausinn. nú segja þeir bara, “Því miður styður Nwn ekki 3dfx skjákort, sorry, you´re screwed”. Nú get ég annað hvort ákveðið að spila ekki neverwinternights, eða fara út í búð og kaupa rándýrt geforce kort (eins og ég hefði átt að gera upphaflega) fyrir peninga sem ég á ekki.<br><br>Betur sjá augu en eyru.
Betur sjá augu en eyru