Fólk virðist alveg vera brjálað yfir því hvernig bethesda hafa hannað Fallout 3. Málið er að maður vissi bara frá byrjun að þetta yrði svona.

Það sem einkennir Fallout leikina er dialog-ið og hvernig áhrfif þú hafðir á heiminn, SPECIAL kerfið var líka hrein snilld.(Þetta er mitt mat ekki ykkar! :) )

En bethesda hafa alltaf verið á allt öðru plani en að láta leikina sína innihalda alvöru RPG elements.

Ég er mjög spenntur fyrir Fallout 3 en ég hef löngu sætt mig við að ég á von á leik sem mun mjög líklega skemmta mér, en verður aldrei partur af fallout seríunni.

Oblivion er með þessum fáu “rpg” leikjum sem ég hef hreinlega ekki nennt að klára útaf leiðindum(“Óvinir” að levela upp með manni WTF?).Það eina góða við hann var þessi fílingur og æðislegegir HDR effectar.

Bethesda eru að minnsta kosti að reyna að halda fallout fílingum, og thank god að hann sé mature(hefði ekki komið á óvart ef hann yrði það ekki). Ég elska post-apocalyptic leiki meira en allt og þess vegna held ég að þessi leikur verði fínn.

Og ekki má gleyma að bethesda bjargaði guði mínum, interplay frá endalausum skuldum.Og fyrir það gæri verið almennilegur fallout mmo á leiðinni.

Langaði bara að koma þessum hugsunum frá mér, en hvað finnst ykkur? Eruði spennt fyrir fo3? (:
get busy livin' or get busy dying.