Ég er með tvö vandamál…

Ég las þennan þráð: http://www.hugi.is/crpg/threads.php?page=view&contentId=2825194 og þar er verið að tala um að það sé hægt að highlighta hluti sem maður getur notað eins og hurðir og kistur og þannig. Ég er búinn að vera að leita í controls að einhverju sem gæti hugsanlega gert eitthvað svipað og finn bara ekki neitt. Er þetta í raun hægt eða er þessi þráður þarna bara rugl?

Svo var ég að pæla með turn undead. Í tutorialinu þá var mað með einhvern character sem gat gert turn undead. Einhver skeleton var send inn í herbergið, maður gerði turn undead og skeletonið buffaðist.

Nú er ég með Aerie í partyinu mínu og hún á að geta turnað undead. Málið er bara að þegar það eru einhver undead kvikindi nálægt og ég clicka á turn undead iconið þá kemur bara “Aerie has stopped turning undead” og iconið unactivatast strax. Hún var ekki að turn undead fyrir heldur. Og þó svo að það komi “Aerie has stopped turning undead” og ég clicka strax aftur á iconið þá kemur líka “Aerie has stopped turning undead.” Veit einhver hvað málið er?