Satan sjálfur virðist búa í Athkatla.

Þegar ég spila BG 2, þá dett ég úr leiknum eftir nokkrar mínutur ef ég er í Athkatla.

Stundum restartar tölvan sér bara, stundum kemur Blue Screen of Death, stundum frýs leikurinn og tölvan og stundum dett ég bara út og fer í desktoppið.

En þetta gerist bara í Athkatla.

Ég er með nýjustu pötchin, og held að ég hafi prufað að reinstalla ég athuga það aftur á eftir.

Ef einhver veit hvað annað ég gæti gert til að laga þetta væri viska hans vel þeginn í formi svars á þessum þræði.

Takk fyrir.