Þetta er alveg ótrúlegur leikur! Alveg geðveikur!

Og performancið í honum er alveg fínt, ég bjóst við algjöru hökktfesti en mér var komið vel á óvart. Þegar að ég kom útúr dýflisunni í byrjunni sem hafði spilast smooth þá var ég samt vonlítill um að risastóri heimurinn myndi vera jafngóður.

Ég lét tölvuna velja fyrir mig videoið og setti hún það í medium, og ég er með skugga og fínerí.

Ég uppfærði síðast fyrir 2 og hálfu ári og er með:
2,6 ghz
2x256 mb 133 mhz!!
120gb disk sem er fullur af drasli og 12 gb laus
windows stýrikerfi sem að hefur ekki verið formattað í 2 ár og er fullt af einhverju spyware of drasli sem að ég virðist bara aldrei geta losnað við.
og Ati Radeon 9700 pro.

Ég hafði lesið um svona “performance issues” hjá fólki(ekki hér reyndar..) en þetta er geðveikt.

Svo hlakkar mig svo til á morgun þegar að ég frændi minn kemur og uppfærir fyrir mig.
Hann formattar og setur upp fyrir mig 250 gb disk og 2x512mb 400mhz ram, svo ég reikna með því að oblivion eigi eftir að spilast enþá betur.