Ég fékk mér Throne of Baal um daginn og hef hangið í honum síðan. En nú er komið babb í bátinn, því ég er fastur.
Ég er kominn á stað þar sem ég fékk þrjá elda, hver með sinn lit, og á ég að kveikja í 6 tunnum með eldunum (að sjálfsögðu í ákveðinni röð). Ég hef sem sagt 45 möguleika og nenni ekki að prófa þá alla.
Ef eitthver fróð persóna veit í hvað röð maður á að setja eldinn þá væri ég mjög ánægður ef hún myndi segja mér það.

Fyrir fram þakkir : )