Fyrir þá sem hafa spilað Baldurs Gate Leikina og eru að velta fyrir sér, hvernig Bhaal, The Lord of Murder dó eiginlega, því það er hvergi útskýrt í leikjunum, þá kemur útskýring hér:

Einhvern tíman rétt eftir árið 1000 eftir “Dale Reckoning” (Þegar Standing Stones voru reistir og tímatal hófst upp á nýtt í Faerun) þá fannst Alfather Ao, að yngri guðirnir kynnu ekki að meta fylgjendur sína sem skildi, þrátt fyrir að það væru þessir ákveðnu fylgjendur sem héldu þeim lifandi, því Guð með engan til að trúa á sig deyr.

Þannig að Ao kastaði öllum Guðunum niður á Toril, flestir lentu samt á Faerun, og tók af þeim alla guðlega krafta. Þannig að Guðirnir urð aðeins holdgervingar af sjálfum sér.
Fuuuuuuuuuuuuuking öflugir holdgervingar, en samt ekki með Guðakrafta eins og þeir höfðu verið með.
Þessir holdgervingar kallast “Avatar”

Einn af þessum Guðum var Baahl (Lord Of Murder), Faðir Imoens og þíns sjálfs, ásamt margra annara.

Spámaðurinn Aloundo, segir að Baahl hafi séð dauða sinn fyrir og gert öll þessi afkvæmi til að tryggja endurkomu sýna í gegnum eitt þeirra. En hvernig dó Baahl eiginlega?

Þannig var nú mál með vexti, að allir guðirnir höfðu misst guðlega krafta sína, nema Ao og svo Paladin guðin Helm. Helm passaði Portalið til Arvandor, Guðaheimsins, þannig að engin Guð gæti komist aftur “heim” fyrr en Ao tilskipaði að svo skildi verða. Það er að segja nema að þurfa að fara í gegnum Helm í allri sinni dýrð, sem er aldrei góður kostur. Það reyndi guðin/skrýmslið Tiamat, en Helm slátraði honum léttilega.

Það var mikið um deilur og tortryggni á milli guðanna, á þessum tíma. Enda allir skíthræddir um að verða drepnir, nú þegar þeir voru dauðlegir. Einar slíkar deilur voru á milli Baahl og svo svika Guðinum Cyric.

Baahl varð aldrei holdgervingur (Avatar) af sjálfum sér á þessum tíma, heldur var hann aðeins til sem einhverskonar morð andi, máttur, eða þoka ef maður vill skilgreina það þannig.
Þannig að Cyric fór inní alla “Assassins” leigumorðingja í heiminum (sem í 90% tilvikum tilbiðja Cyric) og hann gaf þeim frið, aðeins í eitt andartak. Þannig að á nokkrum sekúndum þá drap engin neinn, né hafði neinn morð í hyggju. svo þegar svona 3 sekúndur voru liðnar, þá varð allt eins og ekkert hafði í skorist.

En þetta var samt nóg til þess að gera lávarð morðsins nógu veikburða til þess að hann veiktist og á endanum dó.

Þannig varð það að Baahl, the Lord of Murder var drepin af Cyric í “The Times of Troubles” eins og þessi tími kallaðist og Baldurs Gate Goðsögnin hefst.

Cona að þið hafið orðið einhverju fróðari :)

Crestfallen