Richard garriot, sem að flestir þekkja sem hönnuð Ultima leikjanna og fyrirtækisins Origin, hætti þar fyrir nokkru síðan. Hann var bundinn þagnarskyldu og var bannað að keppa við Origin á nokkurn hátt í ákveðinn tíma. (T.d. stofna nýtt fyrirtæki, tala illa um fyrirtækið o.s.frv.)

En nú er samningstíminn runninn út og því hefur Richard kynnt sitt nýja fyrirtæki á E3 sýningunni. Það ber heitið Destination Games og mun vinna með kóreska fyrirtækinu NCsoft. NCsoft á réttindin að stærsta online leik í heiminum, Lineage: The Blood Pledge, og hefur hann sankað að sér fleiri áskrifendum en Asheron's Call, Ultima Online og EverQuest samanlagt!

Richard og bróðir hans, Robert, munu vinna með NCsoft til að bæta leikinn og gefa út nýja leiki í Bandaríkjunum og Asíu.

<a href="http://www.lineagethebloodpledge.com/“>Heimasíða Lineage: The Blood Pledge</a><br><br>Royal Fool
”You've been Fooled"