Stuttlungurinn (halfling) Drepfer var með sítt, liðað og ljóst hár, græn augu og skurð á hægri kinn. Hann var frekar hávaxinn fyrir stuttlung, enda hafði móðurafi hans verið maður. Með Drepfer í för var vinur hans, dvergurinn Durgur. Durgur var þéttvaxinn mjög og þótti fátt betra en vel steikt kjöt og Dvergamjöður. Drepfer var bardagamaður en Durgur ljóðskáld (bard). Þeir voru nú ný komnir úr vel heppnaðri dýflyssuför í Risafjöllum. Þeir voru heppnir að hafa ekki hitt neina risa í þetta skiptið, því þá væri Drepfer sennilega vel steikt kjöt og Durgur dvergamjöður.

Vasar vinnanna voru nú fullir af alls konar gersemum, þó ekkert svakalegt, og héldu þeir því nú inn á krána Föla Dverginn. Þar inni sat ófríðasti álfur sem um getur, Voltranos sem var orðinn frægur fyrir ófríðleika sinn. Það sem vó upp á móti, var að Voltranos var hinn öflugasti galdramaður.
Drepfer pantaði sér Frostvín og Durgur að sjálfsögðu Dvergamjöð og komu sér svo þægilega fyrir við lítið borð nálægt Voltranosi. Þeir komust ekki hjá því að heyra á tal Voltranosar við unga og íturvaxna mey. Samtal þeirra snerist um fjársjóð, stærri en nokkrum óraði fyrir…


Vonandi ýtir þessi litli spuni undir meiri virkni á þessu áhugamáli. Hver heldur svo áfram með þetta?