Ég er forvitinn.

Af hverju laðast fólk að þessum fjölmörgum Server Vault heimum sem er í boði? Ég hef sjálfur prófað fjölmarga heima í Roleplay og ekkert séð nema viðbjóð og smábörn, sem ekkert kunna að RP-a, hlaupa um berjandi í sundur allt og alla fyrir smá XP og gull.

Ég spila í Local Vault Roleplay serverunum, og þó að margir hverjir eru slæmir hef ég aldrei séð betri RP senur heldur en þar.

Flestar slæmar skoðanir koma frá fólki sem að hefur skellt sér í einn Local Vault server á þess að pæla í einu né neinu, og venjulega velur það serverinn með stærstu leikmannatölunni.

Því miður er einn server sem hefur alltaf stærstu töluna, og því miður er sá fylltur af úrhrökum og hálfvitum sem mega ekkert sjá sem er fyrir neðan stig 40 án þess að berja það niður. Þetta hefur hindrað algerlega að fá nýtt blóð inn í Local Vault þar sem að flestir hafa farið þarna inn og hlaupið aftur í uppáhalds Server Vault heiminn sinn, með skottið á milli lappanna, og gert ekkert nema að bölva Local Vault serverum síðan.

Hverjar eru ykkar skoðanir á þessu?
Ræðið.