Þrír kunningjar/galdramenn sitja og rabba saman inná bar. Einn þeirra hafði haldið því fram að hann hefði fundið verðmætt og ævafornt skjal sem að gæti gert hann vitrari en ævafornan álf, en hefði gleymt formúlunni.
Þegar hann ætlar að taka skjalið upp úr skikkjunni sinni er það horfið. Byrjar hann að saka hina tvo um að hafa stolið skjalinu en þeir tveir sökuðu hann um að hafa logið þessu.
Úr því verður heiftarlegt riflildi og kveðst skjals eigandinn ætlað drepa þá báða ef að þeir láta hann ekkji fá skjalið, verða þeir þá reiðir og úr verður mikill bardagi og enginn þorði að grípa inní þar sem galdramennirnir voru of máttugir. endar bardaginn með því að skjalseigandinn drepur þessa kunningja sína með eldgaldri og steikir þá báða.
Þegar að hann leitar á líkum þeirra finnur hann ekkjert skjal og telur að hann hafi óvart brennt sitt eigið skjal. Þá verður hann æfareiður og byrjar að labba út. Þá tekur einn Dvergur sem stendur þar hjá eftir einhverju undir hálfbrunnu borðinu, og kallar hann á eftir galdramanninum reiða: “Heyrðu! Átt þú þetta?”
Galdramaðurinn snýr sér við og sér að það er skjalið sem dvergurinn er að benda á, hann þuklar svo á vösunum og finnur þar gat…

Aldrei að rasa um ráð fram kæru vinir :/
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi