Hér á eftir koma spillandi upplýsingar sem að ég vil dæla inn í samvitundina:

RANGER STRONGHOLD

Virkar fyrir:
Rangers, Archers, Beastmasters og Stalkers

Umar Hills

Einhvern tímann í öðrum eða þriðja kafla ætti lítill drengur, Delon að nafni, að tala við þig og segja þér frá “dauðunum í Umar Hills”. Farðu þangað, talaðu við sem flesta og kláraðu verkefnið sem þér er sett (finna kort í kofanum neðst til vinstri, fara í Temple Ruins og drepa Shade Lord). Talaðu svo við Minister Lloyd og hann mun gefa þér kofann.

ATH: Ekki gefa krökkunum í Imnesvale bjór eða sverð, því þá verður þér sparkað úr strongholdinu. Og ef að þú ferð ekki til baka þegar þér er sagt frá hlutum sem er að gerast í Umar Hills, verður þér sparkað úr kofanum og ekki söguna meir.

1. Eftir nokkra daga birtist andi skógarins, Mairyn, og segir þér að menn séu að ryðja skóginn í Temple Ruins niður, og þú ert manneskjan sem á að bjarga honum. Farðu þangað og leitaðu að mönnunum. Þegar þú finnur þá, talaðu við Lord Igen Tomblethen. Leitaðu svo að stórum minnispening og bréfi frá forfeður Igen’s (man ekki hvar það var, en er ekkert sérlega erfitt að finna). Talaðu svo við hann aftur, en ekki þiggja gullið sem hann býður þér í verðlaun. Þú græðir 10,000 exp. fyrir þetta, og 21,500 í viðbót þegar þú snýrð aftur til Mairyn.

2. Nokkrum dögum síðar kemur Delon til þín og biður þig um að ferðast aftur til Imnesvale til að meðhöndla nokkra Orcs. Talaðu við Minister Lloyd og hann mun segja þér hvernig málin standa. Farðu svo að Umar Hills cave. Fyrir utan hittirðu nokkur skrímsli, en þau ættu að vera auðveld bráð. Farðu svo inn í hellinn og talaðu við Mandulf til að fá 21,750 exp. Talaðu svo við Minister Lloyd til að fá extra 25,000 exp. (ef þú hafðir drepið Madulf áður, þá myndir þú ekki fá þessi auka exp frá honum, og bara 20,000 exp frá Minister Lloyd.

3. Nokkrum dögum síðar kemur Delon aftur. Í þetta sinn segir hann þér að Umar Witch sé snúin aftur. Farðu og talaðu við Minister Lloyd til að fá fleiri upplýsingar. Farðu nú til Temple Ruins. Áður en þú ferð niður í Templeið, birtist Mairyn þér og segir þér að gera það sama og Lloyd sagði. Farðu niður og dreptu þá sem að eru niðri (Undead, undead og einn demon). Umar Witch er hjá kristalnum þar sem að Sun Gem var eitt sinn. Dreptu hana og farðu svo upp á yfirborðið og talaðu við Mairyn. Hún mun verðlauna þér með Moon Dog Figurine, +1 í Reptuation og 26,750 exp. Ekki amalegt það. Því miður gefur Minister Lloyd þér ekkert í þetta skiptið.

Ef það er eitthvað sem ykkur finnst vanta, þá endilega sendið mér póst á willie@hugi.is.

Helmur the almighty