Tja ég keypti mér fyrir svona einu og hálfu ári kassa með Torment, Baldurs gate (1) og Fallout 2. Ég vann Baldurs Gate og gaf Torment sem gjöf (átti hann fyrir =D)! Ég prófaði að installa Fallout og prófaði. þegar ég sá hvernig þetta var (turn based action og ógeðslega niðurdrepandi umhverfi). Jæja núna er ég kvefaður og er heima meðan vinir mínir púla í leikfimi =), ég gekk niður í herbergi og áttaði mig á því að ég var búinn að lesa allt sem mér fannst skemmtilegt og hafði því ekkert að gera. Svona til að rifja upp gömlu dagana tók ég upp baldurs gate bæklinginn og las. Þegar ég var að láta hann aftur í hulstrið rak ég augun í þennan gamla kassa. Ég tók hann upp og blés af honum rykið, Þá sá ég fallout merkið framan á og rifjaði upp hvað leikurinn hafði fengið mikið lof gegnum árin og hversu háa einkunn hann hafði fengið hér og þar.

Ég tók upp bæklinginn og las um margt þar (skilla og stjórnkerfi). Ég hló í huga mér að nokkrum fyndnum innskotum þarna t.d.

DIALOGUE: “Talkin makes the world go around. So does sex >D. And you may not be able to go to bed with every person in the game, at least you can talk yo them”!

CHATTING DIALOGUE: “A line of dialogue will appear over their head in the main game view. Most of the time this is something as simple as ”Hello!“ , but somethimes those sneaky game designers will put a ”Hey, you´d better not move, ot I WILL SHOOT YOU!“ type of line in there. in other words most of the time”….. lol?



Svo las ég sögu gaursins sem var í fyrsta leiknum.
hún var á þá leið að heimurinn gjöreyðist í kjarnorkustríði. Lítill partur af fólkinu komst undan ofaní risa kjarnorku skýli, þar lifði það í um þrjár kynslóðir. Enn einn dag eyðileggst vatns kubburinn þeirra og einhver verður að fara að finna nýjan í nærliggjandi kjarnorkuskýli (Vaulti). Gaurinn fer og lendir í stórmerkilegum ævintýrum (drepur heilan stökkbreytinga her og finnur nýjan kubb), þegar hetjan kemur aftur eftir langt (og hræðilegt) ævintýri er honum bannað að snúa aftur í Vaultið sitt. Hann er bannfærður.

Fer hann þá burt en heldur sig þó nokkuð nærri vaultinu vegna reiði sinnar og vonar um að komast aftur inn. Seinna hittir hann grúppu af fólki úr vaultinu, og það býðst til að fara með honum á vit ævintýranna. Seinna verður hetjan ástfangin af konu úr grúppunni og þau öll setjast að og búa til kósý þorp.
Þau fóru nokkrum sinnum í eftirlits ferðir á gamla vaultið en hættu því svo, á endanum er hann orðinn gamall, konan dáin og börnin tekinn við. Þorpið er orðið oflugt samfélag (miðað við mörg önnur), hetjan sá fyrri heimaslóðir sínar aldrei aftur.

Þessi frásögn heillaði mig svo mikið að ég ætla kannski að spila leikinn þótt mér hafi ekki líkað byrjunin síðustu kynni mín við leikinn.
Hvað finnst ykkur? Er þessi leikur þess virði að fórna tíma í Quake og NwN?!

Endilega ef eitthvað er vitlaust að leiðrétta mig.
Ég held allavega að þetta sé áhugaverður leikur.

Ætti ég kannski að klára Fallout 1 fyrst?!

kveðja Wikki.
Stranger things have happened