Maður man þegar mar var nýbúinn að klára BG2 og byrjaður í ToB og þá byrjaði mar að heyra fréttir af þessum leik, þessum fullkomna leik, þessum GUÐ tölvuleikjana.

Fyrst var mar… hei kúl. Enn meira BG action með djúpri sögu aiiit! Svo las mar previews og sá að þetta var ekkert bara nýr leikur. Þetta var ný tegund, þetta var fullkomnun í stafrænu formi.

Maður sá á screenshottum að þetta yrði hreint og beint eye-candy og maður fylltist efasemdum. Hmmm, ef þeir hafa lagt svona mikið í grafíkina… hve mikið gátu þeir sett í NwN í sambandi við söguþráð og gameplay.

Þá fékk mar að vita smá úr sögunni og mar fylltist spennu aftur. Vá! Epic-Plot um að bjarga heilli borg frá glötun, 3ed reglur, DM-Support og dót… og svo nátturlega ToolSettið sem átti að vera ridicoulsy auðvelt. Bara skringilega auðvelt.

Mar fylltist spennu og mar, VÁ!!! ég verð að fá þetta. VERÐ VERÐ!!
Svo löngu seinna, eftir að búið er að seinka útgáfudegi oft og mörgum sinnum þá hugsar mar… óje!! engir gallar, perfect straight of the box. Ég meina þeir eru búnir að eyða 4 árum eða eikkvað í það að búa til leikinn.

Ég las viðtöl við hina og þessa gauka þar sem þeir segja frá leiknum. Og maður bara vá!

Svo kom leikurinn út. Örfáir einstaklingar eru byrjaðir að spila hann, og þeir byrja að benda á galla. En þar sem þessi leikur var svona fullkominn þá er það greinilegt að þetta fólk er bara smámunasöm fífl.

Svo er lögð inn pöntun. Degi síðar kemur leikurinn á pósthúsið. Og maður hleypur með hann heim og skellir honum inn. Innstallar og startar honum upp.

tónlistinn byrjar… ill shit! svo býr mar til kall, Wizard hjá mér. Og skemmti mér konunglega og valdi mér wicked Familiar. Svo fór mar að spila.

Og þar fór það downhill.
Bíddu? hvað er á seyði? Þetta er ekki fullkomnun. Þetta er ekki guð. Þetta átti að vera bezti leikur í fokkin heiminum. En það eina sem ég hef hér er mjög góður leikur. Það er ekki nógu gott, mér var lofað öðru.

Og mar hættir að spila.


Það sem ég er að reyna að segja er að maður verður að passa sig á því að hype-a ekki leikinn allt of mikið áður en hann kemur út. Því hann á aldrei eftir að standast væntingar, nema þú sért með litlar væntingar til leiksins. Og það er einmitt það sem veldur því að það er sona lítið talað um leikinn.

Hann var ekki nógu góður. Hann var BARA mjög góður.


ekki fullkominn.

Passið á ykkur á því. Takk fyri