Elder Scrolls V: Skyrim - Örstutt [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=hGMOMkACtn4
Eftir nokkurra mánaða hlé frá hugi.is kom ég aftur, fór inn á þetta áhugamál, og sá myndina á forsíðunni.

Ég dó inn í mér.
Og fæddist aftur með nýja von varðandi mannkynið allt.

Þið sem vitið ekki hvað ég er að tala um farið og fáið ykkur (fæst á torrent síðum allstaðar býst ég við) Morrowind og Oblivion. Leikir aldarinnar. Eftir að hafa spilað þá báða megiði koma og fá fullnægingu með okkur hinum.

Elder Scrolls IV: Oblivion er fyrir mér, og mörgum öðrum, leikurinn. Hann hafði allt (einungis skákaður af KOTOR þegar kom að því að hafa áhrif á söguþræði).
Ég get ómögulega talið upp klukkustundirnar sem ég varði í þennan… þennan… heim.
Og verður Oblivion kannski toppaður?

Örstutt samantekt um núverandi Skyrim.

Söguþráðurinn fjallar um Skyrim, landið fyrir norðan Cyrodiil (fyrir ofan Bruma), og borgarstyrjöld þar tvöhundruð árum eftir atburði Oblivion (annað morð á keisara).
Drekaguðinn Alduin hefur ásett sér að eyða landinu og sá eini sem getur stöðvað hann er hinn síðasti drekaaldni (Dragonborn). Ert það þú?
Já. En ert þú hinn síðasti?
Nei. Líklega ekki.
Fimm borgir auk fjölda bæja, svæði álíka stórt og Cyrodiil í Oblivion.
Drekar eiga víst að vera meginatriði leiksins, og fullt af þeim í gríðalegum fjallasvæðum Skyrim.

Enn fleiri dýflissur, um 130. Það var alls ekki nóg af þeim í Oblivion. Ætli það verði ekki líka enn fleiri skemmtilegar gangandi beinagrindur og uppvakningar sem tefja mann í stórum stíl. Eitt það sem ég elskaði mest við Oblivion, þessar fjölbreytilegu dýflissur.

Ein nýjungin er líka „drekaöskrið“ (dragon shout) sem t.d. kalla fram dreka, fjarflytja og hægja á tímanum. Þau fást við að drepa dreka. Sumir NPC eiga víst líka að geta notað þau.

Öll grafík verður bætt til muna (til þess að tryggja að fólk með meðal tölvur geti ekki spilað á PC) á allan hátt, með sérstakri áherslu á veður og plöntur.

Samtöl verða í rauntíma og bættar andlitshreyfingar, fólk mun berjast um eða bjóðast til að taka upp allt sem þú hendir og það sem vantaði rosalega í Oblivion; börn (þá loks verður hægt að fara á almennilegt killing spree).

Búið er að fjarlægja classkerfið úr Oblivion, sem mér finnst alger synd.
Í staðinn eru komnir 18 skill sem hægt er að velja úr, og ég er nokkuð viss um að „perk-kerfið“ sé komið í staðin (Fallout).
Það virkar þannig að í hvert skipti sem hækkað er um level þá er sérstakur hæfileiki valinn fyrir persónuna (t.d. 5% vörn gegn eldi, +2 skaði með sverðum etc). Síðan er hægt að gera valið „perk“ betra.
Ég er ekki alveg sáttur en sé fyrir mér að hægt sé að gera ágæta hluti með þessu fyrirkomulagi.

Ég veit ekki hvernig það virkar en það á víst að vera hægt að vinna á akri, námum og búa til vopn í smiðjum. Einmitt það sem vantaði, námuvinna og garðyrkja! Ég spila Runescape til þess að uppfylla þá þörf, Elder Scrolls til þess að uppfylla þörfina „mesta-bad-ass-hetja-allra-tíma“.

Og til þess að sýna hvernig Elder Scrolls V: Skyrim gæti uppfyllt þá þörf enn frekar: dualwield fyrir bæði galdra og vopn!

11.11.11