Nýr Icewind Dale II trailer o.fl. Black Isle hefur gefið út nýjan Icewind Dale II trailer, en hann má nálgast <a href="http://pcmovies.ign.com/pc/video/icewinddale2_031502_001.mpeg“>hér</a>, en hann tekur um 15MB.

Gamespot hefur bætt Torn í grafreitinn sinn, en greinina má nálgast <a href=”http://gamespot.com/gamespot/features/pc/graveyard_torn/“>hér</a>. Þeir fara aðeins í söguþráð leiksins, hvernig hann spilast og slíkt og taka viðtal við Dave Monaldo og Feargus Urquhart, þar sem farið er dýpra ofan í leikinn, hvað brást og hver framtíð Black Isle er og hvaða áhrif Torn hefur á hana. Ein af fáum greinum sem fær mann virkilega til þess að gráta yfir þeim harmleik sem að ákvörðun Black Isle manna um að hætta við Torn var.

Þeir hjá BioWare Corp. hafa loksins gefið það út hver mun skapa tónlistina fyrir Neverwinter Nights. Fyrir valinu varð enginn annar en snillingurinn Jeremy Soule, en hann samdi meðal annars tónlistina fyrir Icewind Dale og Baldur's Gate: Dark Alliance, auk þess sem að hann hefur lengi vel samið tónlist fyrir kvikmyndir. Fréttatilkynninguna má finna <a href=”http://www.bioware.com/bioware_info/press_releases/JeremySoule/“>hér</a>.

Ég vil þakka Cyrdan og RoyalFool fyrir ”heads-up"in.

Villi