Icewind Dale II kemur! Interplay hefur gefið þá tilkynningu út að á leiðinni sé framhald af dungeon crawlinu Icewind Dale, og á hann að koma út í Bandaríkjunum 28. maí næstkomandi! Það er verið að gera leikinn í hinni eldgömlu en traustu vél Infinity Engine, en aðrir leikir gerðir í henni eru ma. Baldur's Gate serían eins og hún leggur sig ásamt Planescape: Torment, sem er að mínu mati einn vanmetnasti CRPG síðustu 3ja ára. Icewind Dale II bætir heldur við gameplay elementin sem fyrir voru í Icewind Dale. Með sama liði og stóð á bak við fyrri leikinn getum við átt von á ennþá stærri og flottari leik en þann sem að kom út fyrir tæpum tveimur árum síðan. Leikurinn inniheldur um 50 nýja galdra, en það gerir heildartölu þeirra yfir 300 galdra, sem verður að teljast nokkuð gott. Meðal nýrra galdra eru Aegis og Executioner's Eye. Heart of Fury mode snýr aftur og í þetta skipti bætast við yfir 100 nýir sérstakir hlutir bara fyrir það.
Leikurinn gerist einni kynslóð eftir fyrr leiknum. Ný hætta ætlar sér að skera 10 bæji norðursins frá rest heimsins. Orkar, goblinar og bugbears eru byrjaðir að safnast saman í norðrinu undir hinu dularfulla marki Chimera og ætla sér að ráðast inn í hafnarborgina Targos. Bærinn Bremen er fallinn, goblins leynast á sléttunum og flóttamenn streyma til Bryn Shander og annara fjarlægra staða. Íbúar Targos óttast það að þeir verði barðir niður af ógnaröflum óvinanna og kalla á hjálp allra sem að geta. Lítill hópur reynds ævintýrafólks lendar inn í flóknu neti svika og pretta og ekki er allt sem sýnist.
Eins og áður sagði nýtir leikurinn sér mjög breytta útgáfu af Infinity Engine. Allt það sem við sáum úr Baldur's Gate II: Shadows of Amn snýr aftur í Icewind Dale II; dual-wield, class kits, nýjir classar eins og Sorcerer og Monk, ásamt nýjum clössum eins og Mercenary, Giant Killer og Dreadmaster of Bane. Subraces fáum við líka að sjá, meðal annars verða Tieflings og persónulegt uppáhald mitt, Drow!

Herlegheitin eiga að koma út 28. maí, nú er bara að merkja daginn inn á dagatalið og byrja að telja niður!