Þá er það official, Interplay og BioWare hafa komist að samkomulagi varðandi útgáfu Neverwinter Nights samkvæmt ferskri fréttayfirlýsingu frá Interplay. Leikurinn, sem von er á á næstu mánuðum, verður gefinn út af Infogrames með góðu leyfi Interplay, en auk þess segir í tilkynningunni frá leikjarisanum að þeir og BioWare hafi þar að auki bundið fleiri enda saman, sem ekki er nánað tilgetið um.
“Við erum mjög ánægðir með útkomuna á þessu öllu saman og okkur hlakkar til árangursríks og sameiginlega heillvænlegs samstarfs milli Infogrames og BioWare á uppkomandi titlum,” sagði Herve Caen, forseti Interplay.
“Við erum hæstánægðir með að hafa komist að friðsamlegu samkomulagi í deilum okkar við Interplay,” bætti Ray Muzyka, annar framkvæmdastjóra BioWare Corp., við. “Okkur hlakkar til þess að klára framleiðslu Neverwinter Nights og að hafa Infogrames sem útgefanda.”
Þetta eru vissulega góðar fréttir fyrir okkur sem að hafa beðið eftir Neverwinter Nights í allan þennan tíma. Þið megið vænta þess að hann verði kominn á tölvur notenda á fyrri helmingi ársins.