Two Worlds Einkunn: 4/5

More and more refugees from the countryside are fleeing to the towns for protection and the trading routes are no longer safe – the only ones who aren’t complaining are the mercenaries and the bounty hunters – they have plenty of work to do…

Leikurinn byrjar á því að spilaranum er leyft að hanna útlit karaktersins. Þá er hægt að breyta öllu frá lögun og lit augnanna til lengd útlima og stærð brjóstkassa. Stærsti gallinn þarna er að ekki er hægt að spila sem kvenkyns karakter og karakterinn verður alltaf frekar ófríður…

Strax og maður hefur lokið við hönnun persónunnar og leikurinn hefst tekur maður eftir mörgum hlutum sem eru stolnir frá klassískum leikjum í þessum geira. Þá er ég að meina Oblivion, Never winter nights og Diablo. Þessi leikur er samt mikið dýpri, flóknari og með meira kjöt á beinunum en Oblivion. Meira að segja eru “fontin” í leiknum þau sömu og notuð voru í Diablo. Annað sem er líkt með Diablo er að þegar maður finnur tvö vopn sem eru svipuð, þá er hægt að splæsa þeim saman í betra. Ef það dugir ekki til þá er hægt að splæsa lituðum kristöllum í vopnin líkt og í Diablo.

Þegar maður hefur spilað leikinn í nokkrar klukkustundir þá sér maður fljótlega hversu gríðarlega umfangsmikill “quest” vefurinn í leiknum er. Það er hrúga af hliðar “questum” sem tengjast ekki sögunni beint og þau leiða leikmanninn fljótlega af réttri braut. Maður getur ekki gengið götu til enda án þess að umsátur er gert á mann og einhverjir óreiðuseggir reyna að ná af manni peningum eða útlim.

Inventory kerfið í leiknum minnir mjög á Diablo, en samt þægilegra því hægt er að láta hluti raðast upp sjálfir í bakpokann, en þá lenda þeir hlutir sem eru eins saman. Þetta auðveldar samanburð og meðferð varningsins.

Þessi leikur má segja að sé stútfullur af innihaldi og mun draga að sér leikmenn sem eru vanir RPG hefðinni. Þá meina ég leikmenn sem hafa gaman af því að ná í “quest”, drepa óvini og halda svo til baka til að ná í launin. Svo er alltaf gaman að ná sér í flottari og betri reiðskjóta en þar er þá helst “Orc” hestana eða “necromancer” hestana.

Í þessum leik er alltaf nóg að gera, þar sem flóra af “questum” er í hverjum smábæ og ef maður er á röltinu úti í skógi getur maður dundað sér við að tína sveppi og blóm í mixtúrur.

Bardagakerfið getur verið fjörugt og það er alveg fyllilega nóg af göldrum fyrir þá sem kjósa að feta veg galdramannsins. Návígiskerfið er fyllt með fjölda nettra bragða t.d. að sparka ryki í augu andstæðingsins eða stökkva á afturábak í þann mund sem höggið dynur. Einnig er hægt að slá marga óvini í einu með návígisvopnum og bera vopn í báðum höndum það er ef leikmaður hefur náð nógu góðum árangri.

Leikurinn kemur ekki út á Íslandi fyrr en um 17. júlí svo það ætti að gefa hönnuðum nægan tíma til að fínpússa þær villur sem fyrirfinnast í vélinni núna. Þá mætti helst nefna að hægt er að festast inn í veggjum með smá óheppni og hestarnir í leiknum eru frekar of varkárir og forðast steina og veggi eins og heitan eldinn.


Screenshots hérna:

http://www.2-worlds.com/show_screens.php?s=1&id=55
Never take life seriously. Nobody gets out alive anyway.