Van Buren tech demo aðgengilegt á vefnum All hail the great internet!

Snillingarnir á Fallout aðdáendasíðunni No Mutants Allowed hafa bombað fullt af Van Buren (sem var verkefnaheiti Fallout 3) efni á netið síðan fyrstu skjáskotin birtust snemma árið 2004. Það var þó ekki fyrr en á mánudaginn var sem við fyrst sáum leikinn í spilun (sjá annaðhvort á YouTube eða þá í gegnum vefsíðu No Mutants Allowed).

Í dag gengu þeir skrefi lengra með því að gera Van Buren Tech Demoið aðgengilegt á vefsíðu sinni. Amen! Demóið er 241 megabæt að stærð, með MJÖG basic grafík og inniheldur bara rauntíma bardagakerfi (sorry, ekkert turn-based kerfi var implemented á þessu stigi) og fullt af böggum. Þið getið sótt demóið hér. Ég mæli einnig með að þið lesið leiðbeiningarnar, en þær innihalda upplýsingar um commands, stutt walkthrough fyrir demóið og spurt & svarað við Josh Sawyer sem var einn af aðalhönnuðum demósins.

Svo við höldum okkur við Fallout tengt efni, þá vil ég einnig benda á Fallout 3 síðu Bethesda Softworks sem eru að þróa leikinn þessa stundina. Við höfum því miður ekki heyrt neitt af leiknum, en þeir hafa þó smellt inn concept arti, lagi og niðurteljara fyrir teaser trailer sem birtur verður eftir 34 daga.

Skemmtið ykkur yfir demóinu!
Vilhelm