Ég flyt nú sorgarfréttir.

Obsidian hafa bæði verið og ætla að vera svo ótreystandi, með ábyrgðarleysi og óhjálpsemi, að tekin er sú ákvörðun að hætta við að notast við NWN2 sem engine og manager fyrir “Godless” (Sem er nýja nafnið á “World of Astreenar”).

Eftir byggingu tveggja virkilegra stórra svæða. Var ákveðið að reyna fyrir sér með að hosta þessu. Maður hafði heyrt þennan óróm yfir því að PW-serverar væru ókeyranlegir í NWN2 en bjóst ég við að með því að notast ekki við nein “Custom-content”, þá væri maður í góðu.
En nei, eftir margar tilraunir, bæði í uppsetningu og uppbygginu serversins. Var óhjákvæmilegt að leyfa neinum að komast inná. Nema með því að láta hann sækja yfir 40-80Mb af efni.

Þetta er auðvitað eitthvað sem ég er algerlega á móti og hef nú slitið öllum tengslum við Obsidian. Þeir segjast svo nú vera að vinna að endurbótum , en það gera þeir án þess að einu sinni klára að laga frumgerðina. Svo það virðist sem að ef einu sinni verður einhverntímann hægt að vera á server í NWN2, þá er það með því að eiga NWN2+Exp og örugglega enn aðra endurbót, bara svo að þeir geti notfært sér galla fyrri útgáfu til að maður kaupi nýja endurbót til að laga þá fyrri.

Ekki vitum við hvernig fer með Dreacon Games úr þessu, en ætli við munum ekki fara í að vinna að gera grúbbuna meira samvinnandi. Vinna að sögunni og contentinu. Leita okkur að annað hvort að nýju engine sem hægt er að notast við, eða hvað sem okkur dettur í hug.
Svo er í hugmyndabankanum að vera með LÖN undir nafni Dreacon Games, eitthvað í líkindum við skjálfta en við myndum vera að reyna að græða á því.

Mér finnst þetta mjög miður, sérstaklega þar sem ég veit að margir eru búnir að vera að bíða eftir þessu alveg frá ég kom með hugmynd mína um áramótin.

Virðingarfyllst
TYX {Sindri V. G.)
S.V.G. {TYX DEAC}