Þessi grein verður um tölvuleikinn Nox sem að var fyrsti tölvuhlutverkaleikur sem að ég spilaði.
Nox var gefinn út af westwood árið 2000 og í sama stíl og diablo-leikirnir. Nox varð aldrei jafn vinsæll og diablo-leikirnir, líklega af völdum skorts á auglýsingum og þessvegna var aldrei hægt að skapa almennilegt multiplayer kerfi.
Í Nox leikur maður nútímamanninn Jack. Hann býr í hjólhýsi með konunni sinni Tinu. En eitt kvöldið þegar hann er að glápa á sjónvarpið opnast hlið sem að hann sogast inn í ásamt sjónvarpinu sínu og skrautmun sem að kallast Orbinn.
Hliðið liggur að heiminum Nox og Jack fellur í loftskip kafteinsins. Kafteinninn sannfærir Jack um að hann sé sá sem að hafi verið sendur til Nox til að bjarga íbúum hans frá glötun. Hin illa Hecubah hefur loksins náð Orbnum sem að hún stal frá Jack en í Orbnum eru fangaðar sálir necromancera sem að stríðshetjan Jandor fangaði þar fyrir mörgum árum. Kafteinninn leiðir Jack í gegnum leikinn en sjálfur er hann vanur að sveima yfir Nox á loftskipinu sínu og passar upp á heiminn eins og hann getur. Í gegnum leikinn þarf maður að safna saman halbert og ná í mismunandi efni til að gera hann kröftugri og á endanum ná að sameina öll efnin sem þarf í hann sem gerir hann af staf Oblivion í von um að geta á endanum sigrað Hecubuh. Maður getur valið um þrjár mismunandi tegundir af manntegundunum og nú ætla ég að segja frá þeim:
Fighterar
Fighterarnir eru konungar hins líkamlega styrks í leiknum. Þeir geta notað næstum öll vopn (fyrir utan boga og galdrastafi), kastkringlur, axir, sverð, gaddakylfur osfrv. Hann getur einnig verið í mestum brynjum og notað skyldi. Það þýðir að hann hefur bestu vörnina í bardaga en það vonda við það er að fighterinn er sífellt fátækur að borga fyrir viðgerðir á dýru brynjunum og vopnunum sínum. Þegar hann særist verður hann einnig einungis að treysta á lyfin (potion) því að hann býr ekki yfir neinum göldrum. Engu að síður fær hann fimm hæfileika í gegnum leikinn, þar á meðal að stanga og að gefa frá sér öskur sem að gerir allar galdraverur sem eru nálægar ringlaðar. Þessir hæfileikar þurfa smá tíma til að hlaðast en miðast ekki við galdraorku (mana) þar sem að fighterar hafa enga galdraorku.
Foringi fighteranna er Horendus og heimaborg þeirra en Dün Mir sem að er byggð í kringum mikið af hrauni. Horrendus rekur þar the gauntlet ásamt fleiri bardagamönnum en þar þurfa menn að ganga í gegnum miklar eldraunir til að gerast eldriddarar (fire knight). Horrendus á fyrsta partinn af staf oblivion, halbert Horrendus. Horrendus er mjög stoltur og þarf alltaf að sýna öllum hvað hann hefur afrekað og hversu stoltir og merkilegir fighterarnir eru. Fighterarnir eru svarnir óvinir wizardanna, því að þessir ólíku kynþættir skilja ekki hvorn annan. Ef að wizard kemur inn í Dün Mir er hann réttdræpur.
Wizardar
Wizardar eru mest aumir líkamlega, en búa yfir kröftugum göldrum. Þeir eru heldur ekki með góðar brynjur, einungis galdrakufla og þessvegna berjast þeir mest með að hlaupa frá óvininum og kasta göldrum. Wizardarnir eru með mikla galdraorku en geta stundum komist í hann krappann þegar engir galdraorku steinar eru nálægir og þeir hafa klárað galdraorkuhleðslu-flöskurnar. Höfuðborg wizardanna er Galava-kastalinn en inn í honum er annar kastali sem að er galdrakennsluskóli. Foringi þeirra er Horvath, öflugur galdra meistara og gætir hann næsta hlutar staf Oblivions: hjarta Nox. Wizardar líta einnig hornaugum á fightera en ráðast ekki á þá þó þeir komi inn í Galava nema þeir ráðist á einhvern fyrst.
Conjurer
Conjurerar eru mitt á milli fightera og wizarda og eru þessvegna vinir beggja. Þeir geta barist m.a. með boga og notað galdra, þá einkum náttúrugaldra. Þeir geta einnig verið í brynjum en bara mjög léttum. Þegar þeir hafa komist upp um nokkur stig þá geta þeir dálætt dýr og fengið þau í lið með sér og seinna meir geta þeir jafnvel búið þau til. Aðal borg conjurera er bærinn Ix og foringi þeirra er Aldwyn sem býr í kofa austan af Ix. Við hliðina á húsi hans er mikið þrautahús sem einungis hann hefur lykilinn af, en þær þrautir þarf maður að ganga í gegnum til að ná þriðja og næsta seinasta innihaldsefni stafs Oblivion: weirdling beast.
Ég ætla ekki að segja meira frá söguþræðinum í þessum mynd en hann er mjög skemmtilegur og jafnvel þó að hann hafi verið búin til fyrir sex árum þá finnst mér hann enn mjög vel gerður.