Hugi.is/CRPG í samstarfi við notendur Huga.is kynnir:

CRPG WALK-THROUGH/GUIDE KEPPNI HUGA.IS

Hefurðu brennandi áhuga á hlutverkaleikjum fyrir PC einkavélar eða leikjatölvur? Er hann svo brennanndi að þú ert kominn með fullkomna taktík gegn erfiðum óvinum í leiknum? Eða ertu jafnvel með fullkomið walk-through fyrir leikinn, með öllum smáatriðum?

Þá ertu komin(n) á réttan stað, því við efnum nú til æsispennandi keppni um bestu guide'in/walk-through'in! Það er engin hámarkslengd á þessu öllu saman, og það eina sem þú þarft að gera er að koma með eitthvað vitrænt og umframallt eitthvað sem þú SJÁLF(UR) hefur skrifað. Ekki reyna að senda inn þýðingar því það mun einhver komast að því og fletta hulunni af þér ef þú gerir það!

Keppnin hefst formlega á morgun, 1. júní klukkan 00:00:00, og lýkur tveimur mánuðum síðar, 31. júlí klukkan 23:59:59.

Muni bara að fara vel yfir málfræði og stafsetningu. Við viljum vitaskuld helst fá þetta á íslensku en ef þið sjáið ykkur ekki fært að tjá ykkur á öðru tungumáli en ensku þá megið það það. Við mælum svo með Vefpúkanum [http://vefur.puki.is/vefpuki/] þegar það kemur að því að fara yfir villur.

Gangi ykkur vel!