Ég veit að margir hafa beðið spenntir yfir þessari grein, enda mjög langt síðan seinasti kafli var sentur inn.
Ef þú hefur ekki lesið hina kaflana, þá mæli ég með að þú gerir það áður en þú lest þessa grein.

Hérna er svo hinn þangþráði seinasti kafli í sögu Faerunar. Tími Manna, gjörið svo vel :)



Tólfti Kafli – Tími Manna

Í “The Crown Wars” urðu Dvergar og þó sérstaklega álfar fyrir miklum missi. Ekki kom út nákvæm tala af þeim látnu en hún gæti auðveldlega verið talin tugþúsundum.
Eftir Crown stríðin, fór mankyninu að fjölga drastískt. Sérstklega eftir að þeir þrælar sem eftir voru, voru gerðir frjálsir fyrir þjónustu sína í stríðinu gegn Drow´unum og það að fleiri og fleiri streymdu að Faerun, sem frjálsir menn, eða bundnir í höndum Tieflinga og seldir hæst bjóðanda.
Mennirnir höfðu mun styttri ævitíma en Dvergarnir og álfarnir, en bættu upp fyrir það með hákjarnorkulegri fjölgun og aðlögunarhæfni.

Þeir vitrustu af eldri kynstofnunum sáu strax að það yrði ekki lengi þangað til þessar verur, sem eitt sinn voru huldnir þrælar þeirra, myndu ráða yfir allri Faerun og kölluðuð þá “Erfingjana” (Inheritor Race). Mennirnir voru sérstaklega fróðleiks þyrstir og lærðu allt sem þeir gátu frá sínum eldri og vitrari kynstofnum.

Þeir voru fljótir að tileinka sér smíðalægni Dvergana og þjálfuðu upp marga af þeim goðsagnakenndustu stríðsmönnum sem uppi hafa verið. Þar má t.d. nefna Barbaran “Wulfgar Son Of Beorgnar” frá “Ice Wind Dale” og leigumorðingjan (Assasin) caldrifjaða frá “Calimshan” “Artemis Entreri”.

Ekki voru þeir heldur lengi að finna “The Weave”og stúdera Arcana, sem jafnaðist á það sem Álfarnir stunduðu. Einnig voru það Menn sem fundu upp þann hæfileka að finna “The Weave” innra með sér og hafa þar með meðfætt Arcana.
Það var Maður er kallaður er “Elminster of Shadow vale” sem fann það fyrstur manna. Er það fólk sem er þeim hæfileikum búið, ekki kallað “Arcana Wizards”, heldur ”Sorcerers”.

Mennirnir breyddu úr sér eins og eldur í sinu og gátu gert hvaða stað af heimili, með ögn af vilja og þolinmæði. Frá hæstu tindum “Spine of The World” fjallakeðjunar til dimmustu skóga Tethyrs var ávallt hægt að finna amk. nokkrar manneskjur ef maður leitaði nógu vel.

En þegar menn komust í nálægð við svo máttug öfl á borð við Arcana, þá voru nokkrir sem gátu ekki sleppt honum, þegar náttúrulegu æviskeiði þeirra var lokið.
Þeir æðstu mennsku Arcana Wizards og Sorcererar læstu sig í turnum sínum við dauðadag og köstuðu öflugum göldrum til þess að rísa sig upp frá dauðum í gegnum annaðhvort Arcana, eða í gegnum samninga við Nerull, eða Aðra Abyss Guði.

Þeir sem höfðu nægan mátt til að gera þetta urðu af lifandi Dauðum (Undead) Arcana notendum, er kallast Lich. Við þennan feril, þá breytist sérsvið galrdramannsins frá hverju sem það var (t.d. Conjuring, Illusion…) yfir í “Necromancy” sem gengur út á að “fikta” við líf og dauða. Einnig breytist persónuleiki þeirra frá hverju því sem hann var (t.d. Neutral Good, Chaotic Neutral, Lawfull Evil…) yfir í “Chaotic Evil” og þjáist af endalausi hatri og andúð á öllu sem enn lifir.

Svo oftar en ekki verður Lichin að heiðra sinn hluta af samkomulaginu, ef það hefur verið gert, við þann guð sem hún hefur bundið sig við.
Lich verða ávalt aðeins öflugri útgáfur af sjálfum sér, er þeir lifðu og getur búið til heilu Undead Herina í kringum sig, ef aðstæður eru réttar. Þetta er upphaf hinna
“Lifandi-Dauðu” (Undead)

Það var þó eitt, sem mennirnir komust aldrei upp á lag með.
Það voru Guðirnir.

Engin af núlifandi Guðunum líktist þeim á neinn hátt. Nema kannski einhverjir af Abyss guðunum, fyrir nokkra útvalda, illgjarna menn.
Mennirnir höfðu því miður gleymt öllum sínum siðum og trúm frá öðrum víddum, “Þeirra gleymdu heima”, vegna stuttrar ævi hverra kynslóðar og eftir aðeins ca. 2.500 ár var alveg gleymt hvaðan þeir komu til að byrja með og voru gjörsamlega búnir að aðlagast Faerun.

Mennirnir höfðu lagt trú sína á einfalda hluti, líkt og lífshringinn, gróðurvöxtinn, kærleikan, hatrið, morðið, stríðið, heiðurinn, vatnið, himinn og hvað sem þeim datt í hug að trúa á. Útúr þessari dýrkun fæddust svo hinir mennsku Guðir.


Þeir stærstu af þeim eru eflaust:

- Hinn Alsjáandi “Helm”,
- Morgun Guðin “Lathander”,
- Storm Guðin “Talos”
- Undead Guðirnir Vecna & Orcush
- Svika, þjófa og Lyga Guðin “Cyric”.
- Presta Guðin “St. Cutthbert”,
- Reglu “Order” Guðin Torm og svo
- Morð guðin “Bhaal” sem var svo seinna drepin í “the times of Troubles”

Með tilkomu þessara Guða, gátu mennirnir loksins haft Cleric Presta eins og eldri kynstofnarnir. Clerics eru líkir Arcana Wizards og Sorcerers á þann hátt að fyrir okkur eru þetta allt saman “Galdrar” en Clerics eru prestar einhvers ákveðins Guðs og þeirra “Galdrar” eða “Divinitum” koma beint frá Guði þeirra og endurspegla Guðin og trúna, jafnt sem Clericin sjálfan í sumum tilvikum.
Þetta styrtki stöðu mannana í Faerun svo um munaði.

Mennirnir byggðu nokkrar af þeim stærstu borgum sem uppi hafa staðið á vestur strönd Faerun. Þar má m.a. nefna,
“Luskan”,
“Ten Towns”,
“Calimshawn”,
“Calimport”,
“Neverwinter”,
“Baldurs Gate”,
“Nesme”,
“Athkatla”
og svo má að sjálfsögðu ekki gleyma stærsta bókasafni í Toril, sem er eiginlega bara eins stór borg: “Candlekeep”.

Ákveðið ráð af ónefndum mönnum ráða yfir borgunum, sem kallast “The Council of Eight”. Ekki er vitað mikið meira um stjórnarskipulagið enn það. Að vísu hefur hver borg stjórn útaf fyrir sig, enn á endanum lúta allar stjórnar þessum andlitslausu “átta”.

En þrátt fyrir það er oft hvíslað út í hornunum að ákveðin þjófagengi (Thieves Guilds), sem má líkja við einhverskonar mafíur, hafi í raun mun meiri áhrif á stjórnarskipulag heldur en borgarstjórarnir. En það fer að vísu eftir hverri borg fyrir sig.

Allar stórar borgir eru með einhverskonar Thieve Guilds, það er bara mismunandi eftir hve stór þau eru og hvað þau hafa mikil áhrif. Líka hvort að það séu nokkur í einni borg sem berjast um völdin (Mjög algengt)
Þjófagengin berjast meðal annars um aðdáun Guðs þeirra “Cyrirc”.

Sérstaklega Calimport, sem ein spilltasta borgin, á undir þungu högg að sækja undan Thieve Guilds stríðum og ef maður hefur engin sambönd til þess að verja sig þar, þá lifir maður ekki lengi nema að borga skatt til margra mismunandi Pasha. Höfuð hvers þjófagengis ber titilin “Pasha”.

Ein stórborg sem vitað er um, er gjörsamlega snauð öllum Þjófagengjum né lætur þá nafnalausu “átta” segja sér til verka. Það er að vísu forn Álfaborg, en er nú kölluð “Frjálsa Borgin”, þar sem öllum er heimilt að leita skjóls í og öllum er tekið með opnum örmum, hvort sem þú ert Dvergur, Álfur, Maður, Drow, Vampíra, Orc, Half Orc, Troll eða eitthvað allt annað. Það skiptir ekki máli, eins lengi og það er farið eftir lögunum. Ef ekki er fólki slátrað á staðnum. Þessi Borg nefnist “Silvermoon” og er stjórnað af “Lady Alustriel” og systrum hennar

Nú í dag 1377 DR. (Bloodmoore 3.) eru tæplega 54 milljónir manna í Faerun, sem er tvisvar sinnum meira en af nokkrum örðrum kynstofni. Börn Gruumsh sjálfs koma þar á eftir, er kallast “The Orcs”.

Gruumsh tók sig loksins til og notaði nokkur þúsund ár til þess að skapa “börn” í sinni eigin mynd og fullkomna þau eftir bestu getu. Orcarnir eru svar Gruumsh við álfunum og Dvergunum. Að vísu var mikið af nýjum kynstofnum komin í heimin á þessum tíma, sem ekki hafa verið nefnd. En það eru t.d. Tröllin (Trolls) sem eru talin hafa komið útfrá Álfum (Wood Elves). Orcarnir eru yfirleitt drepnir við fyrstu sjón af mönnum álfum og dvergum, og öfugt hjá orkum og mest öllum öðrum kynstofnum Faerunar, en þratt fyrir það eru til börn sem eiga annað foreldri sem að er af Orcakyni og hitt sem er mennskt. Þau eru afsprengi örfárra útvaldna Orca hóruhúsa fyrir menn, með sérstakan smekk. Börn þessi eru kölluð “Half – Orcs” en eru liðin í flestum mannaborgum en aldrei fullkomlega velkomin, nema í “Silvermoon”.



Annars snýst Toril bara rólega um sjálfan sig og tíminn lýður áfram eins og alltaf. Ungar hetjur búast til brottferðar frá heimilum sínum í von um að drýgja dáðir sem myndu hafa það miklar afleiðingar að þær yrðu ritaðar í minnum manna svo kynslóðum skiptir, og Allar illar verur standa og bíða til að eyðileggja þennarn draum þeirra.

Búðu þér til líf, hvaða líf sem er innan Faerun. Þessi veröld liggur opin fyrir þér til að móta…..


Crestfallen




Kort af Toril (plánetunni):
http://www.geocities.com/zhentar2003/toril_2.jpg

Kort af Faerun (Landinu):
http://culhaven.opencg.org/dnd/campaign/images/faerun.jpg