Prolouge: Heilir :)
Hérna er verkefni sem að gerði fyrir menningarsögu fyrir nokkru síðan. Ég ákvað að kynna fyrir mínum samnemendum Faerun heimin, sem að er sá heimur sem er notaður í t.d. Baldurs Gate, Neverwinter Nights, Icewind Dale og fleirum. Það er mjög strembið að fá gott heildaryfirblik yfir þennan heim, vegna þess hve massívur hann er. En í gegnum áralanga spilun á D&D leikjunum Lestur á skáldsögunum (R.A. Salvatore í miklu uppáhaldi), yfirferð á ENDALAUSU “Realmslori” og opinbera Dungeons & Dragons leiðarvísa, þá hefur mér tekist að púzzla milljón litlum bitum í einhverskonar sköpunarsögu Faeruns.

Mynd Af Abeir Toril. Faerun er í efra vinstra horninu
http://www.geocities.com/zhentar2003/toril_2.jpg

Njótið vel :)

Crestfallen




Faerun - Kynning

Faerun er ævintýraheimur skapaður 1970 af kanadísku undrabarni að nafni “Ed Greenwood” fyrir “Forgotten Realms Campaign Settingið”. Sem seinna var notað fyrir “Dungeons & Dragons” hlutverkareglurnar. Faerun er sem sagt stærsti og vinsælasti heimurinn innan Forgotten Realms seríunar. Faerun er 77.440 km2 af “einskærri snilli” sem hefur verið í stöðugri vinnslu seinustu 35 ár.
Til er nákvæmt tímatal um atburði landsins, frá árinu (Mínus) - 50.000 DR til dagsins í dag (1377 - Bloodmoore 3.) Um atburðarás á tilgefnum tíma. Tímatalið er skapað í samvinnu við, í kringum 20 – 30 atvinnurithöfunda, sem allir skrifa skáldsögur innan Faerun Heimsins. Allir stórir atburðir verða þó að fara í gegnum skaparann Ed Greenwood og eru þeir svo skráðir inn í tímatalið, þar sem tekið er tillit til þessa skráða atburðs og þess tíma sem hann gerist og þær afleiðingar sem af honum koma. Meðal þeirra sem skapað hafa til frama sinn í Faerun, eru tveir af “New York Times – Best Selling Authors” “R.A. Salvatore” og “Philip Athans”.
Af bókum beggja þessa höfunda hafa verið gerðir PC tölvuleikir af dótturfyrirtæki “Interplay Interactive”, “Black Isle” og “Wizards of the Coast”. Eftir tríólogíu R.A. Salvatore um Drow-Álfin, “Drizzt DoUrden” var gerður leikurinn “Icewind Dale” og naut hann mjög mikilla vinsælda, bæði hjá gagnrýnendum og bakkað upp af himinháum sölutölum. Þess vegna, nokkrum árum seinna, var ákveðið að fara út í mun stærra verkefni, að breyta metsölubók Philip Athans “Baldurs Gate: The Shadows of Amn” yfir í hlutverka-tölvuleik.
Hann var fimm ár í vinnslu hjá meisturum við “Black Isle”, með nær óendanlega fjáröflun og listrænt frelsi. Enda endurspeglar útkoman það fullkomlega. Leikurinn “Baldurs Gate II: The Shadows of Amn & Throne of Bhaal” eru að finna á nær öllum topp 10 listum yfir bestu leiki sem gerðir hafa verið. Báðir leikir, vöktu mikla athygli fyrir góðan og útpældan söguþráð og rosalega massívt umhverfi, semsagt Faerun. Aðrir leikir hafa verið gerðir undir Faerun stimplinum, sem hafa náð svipuðum vinsældum, þar má m.a. nefna “Neverwinter Nights” eftir samnefndri bók og svo “The Temple of elemental Evil”.




Saga Faerun
Fyrsti kafli – Sköpun Abeir Toril



Í upphafi voru aðeins til heimar sem kölluðust “Hinu gleymdu heimar” eða “The Forgotten Realms” eins og þeir heita nú á upprunalega tungumálinu. En eins og nafnið ber til kynna, þá voru þeir heima, ja, gleymdir. Þannig að “Eldri Guðrinir” (The Elder Gods) ákváðu að skpa nýjan heim er skildi bera nafnið “Abeir - Toril”, en aðeins þekkt sem “Toril” í dag.
Toril er pláneta á stærð við jörðina og er talið að meginlendið samanstandi af 5 – 6 flekum, eða heimsálfum. En það eru þó aðeins getgátur að mestu.
Hinn þekkta heim má afmarka við norð-vestur hérað miðju flekans, sem nefnist “Faerun”. Vitað er um aðrar heimsálfur, svo sem Suður og Austur Kara – Tur, en engin nákvæm kort er að finna af því svæði og allar upplýsingar um þau er einungis að finna hjá ofurölvuðum sjómönnum sem segjast hafa villst þangað og höggið mann og annan, rétt áður en borgarverðirnir henda þeim út, fyrir að trufla friðinn, á krám Faerunar




Annar Kafli – Fyrsta kynslóð: Títanar (Titans)

Það má lesa í fornritum hrokafullra Faerunbúa, að Eldri Guðrinir hafi ákveðið að fókusa sérstaklega á Faerun af allri Toril og skapað hana í sinni mynd. Þar eftir skapað verur til þess að stjórna henni, og er það talið hafa verið Títanar (Titans) sbr. Grísk Goðafræði.
Títanarnir réðu ríkjum í friði og velsæld í lengri tíma, en mögulegt er að telja, og byggðu þeir upp stórkostleg konungsdæmi, sem voru stærri og glæsilegri en veröldin hafði nokkurn tíman séð.
En með tímanum urðu Títanarnir of hrokafullir og ofmátu eigin mátt, með því að skipuleggja atlögu gegn Eldri guðunum. Fyrir þetta refsuðu Eldri guðirnir Títönunum, með því að leggja á konung Títanana, þá hræðilegu eiginleika sem voru, undrun og forvitni og á þegna hans, yfirgengilega hollustu. Eftir það létu þeir agnarsmáa stjörnu falla niður úr geimnum og skella beint inn í miðju Faeruns. Þar sem hún skall fyrst myndaðist rosalegur gígur, sem er í dag þekktur sem “Sea of fallen Stars”. Þegar konungur Títanana, sá stjörnuna falla til jarðar með þessum yfirþyrmandi skelli og skoppa svo áfram í gegnum Faerun, fylltist hann af það mikillri óstjórnanlegri undrun og forvitni, að hann hljóp á eftir henni, til að kanna þetta nánar og allir þegnar hans fylgdu á eftir honum í blindri hollustu, til konungs síns. Títanarnir hlupu í 18 daga og 19 nætur, þangað til stjarnan var komin að suðvestur strönd Faerunar, þar sem nú er stórborgin “Calimshan”og skoppaði ofaní sjóinn og konungurinn á eftir, (Til þess að kanna málið betur, að sjálfsögðu) og allir þegnar hans, blindir af trú á konungi sínum stukku útí á eftir skoppandi tvíeykinu og drukknuðu þeir allir saman. Stjarnan er sögð glóa enn á botni sjávarins, fyrir neðan Calimshan, því hann lýsir daufum bláum bjarma á næturna og fékk þar með nafnið, “The Shinning Sea” (Sjá Kort = Faerun).




Þriðji Kafli – Ris og fall Risanna (Giants)

Yfirfullir af sorg og skömm yfir því hvernig hafði farið fyrir börnum þeirra, ákváðu Eldri guðirnir að yfirgefa Toril og syrgja mistök sín í öðrum víddum, þeirra “Gleymdu heima” (Forgotten Realms). Þeir skildu eftir sig aðeins einn af Eldri Guðum. Þann er sístan mætti kalla. Sá hét “Ao”, seinna þekktur sem “Alfaðir Ao” (Alfather Ao) og átti hann að gæta Torils til eilífðar…

Eftir fall Títananna, fóru fjarskyldir frændur þeirra, Risarnir (Giants) að stinga hausnum út úr hellum sínum, þar sem þeir höfðu lifað í árþúsundir í ódauðlegri hræðslu við stærri og sterkari skyldmenni sín og byrjuðu að lifa og dafna, eins og risum, meðal skordýrum sæmir. Þegar Títanarni hurfu gátu risarnir gegnið frítt um og óáreyttir og fjölgað sér í smekklegu óhófi og byggt sín eigin konungsdæmi ofan á brennandi rústir Títana-hallana.
En rétt eins og með Títanana, þá gekk allt eins og séð í gegnum augu“Lucy in the sky with diamonds” og öllum leið vel og voru hamingju samir undir stjórn “Risa” konungsins “Annam”. Það er að segja, allir nema kona hans “Othea”. Ekki er vitað afhverju, en einhverskonar sambúðar örðugleikar eru taldnir líklegir. En hvernig sem því líður, þá leiddu deilur Otheu og Annams til þess að Othea fór og nældi sér í ekki einn, heldur tvo nýja rekkjunauti á laun. Þá Utiliu og Varpak.
Brjálaður yfir svikum konu sinnar, réðst Annam inn í höll Utiliu og lamdi hann til ólífs, með berum hnefunum. En rétt áður en sjávarkonungurinn Utilia, féll, þá notaði hann síðustu krafta sína til að kalla fram nokkurskonar ísöld yfir stóran part af Faerun, þannig að risavaxin jökull skreið hægt og sígandi yfir landið. Svo dó hann.
Þrátt fyrir þetta fór Othea ekki aftur til Annams, heldur hélt hún sig við rekkjunaut sinn Varpak og neitaði að geta Annam´i afsprengi. Við þetta varð Annam mjög sorgmæddur og gekk sjálfviljugur alla leið niður í “The Abyss” (Form af helvíti) og mætti þar sínum bana.

Afkvæmi þeirra Otheu og elskenda hennar tveggja, voru upphaf margra nýrra kynstofna innan Faerun, því ást þeirra var óhrein og spillt og það endurspeglaði sig skýrt í afkvæmum þeirra. Nýjir og óæðri kynstofnar sem komu frá þeim, voru meðal annars:
“The Ettins”,
“The Firbolgs”,
“The Verbeegs” og
“The Ogres”.

En þrátt fyrir að þessar verur væru þannig séð náskyldar Risunum voru þær, þeim vanmáttugri, bæði líkamlega og andlega og voru útskúfaðar úr samfélagi Risanna, þar með látin flakka um óbyggðir Faerunar, þar sem þær börðust innbyrðis.

Hefnd Utilias, var enn ekki öll. Á nokkur þúsundum árum, skreið Jökullin nær og nær og endaði með að umkringja hjarta konungsdæmi risanna. Börn Annams börðust með öllum ráðum gegn jöklinum, en allt kom fyrir ekki. Þangað til Lanax, Sonur Annams eitraði fyrir móður sinni og systkynum sínum, sem fórn til Alfaðirs Ao, til þess að hann myndi láta jökulin hörfa, en Ao svaraði fórninni ekki.
Með hinu einu tvo “ódauðlegu” risa látna (Annam og Othea) og frosið konungsdæmi, gátu risarnir ekki haldið sér á velli og féllu með árunum, frá þeim göfugu og siðmenntuðu verum sem þeir voru, yfir í heiladauða villimenn, sem þeir eru þekktir sem í dag.



Framhald fylgir :)

Crestfallen