Darth Nihilous Jamm best að ég komi mér að efninu, en það sem ég vil fjalla um í þessari grein er persóna sem finna má í nýja “Knights of the Old Republic leiknum, Sith Lords. Þessi persóna er ”Darth Nihilous“

Þessi persóna hefur vakið mér afar áhuga, vegna þess hve hún er leyndardómsfull og ekki mikið útskýrt nákvæmlega hver hún er og hvaða fortíð hún hefur að baki sér. Það sem ég vil gera er að koma af stað smá umræðuefni um þessa persónu og reyna í sameiningu komast að því hver hún er í raun og veru.




*VARIST SPOILERUM*




















Eins og Darth Nihilous er útskýrður í leiknum er hann ”alter-ego“ of the Exile. Erfitt að útskýra þetta á íslensku ætla að nota smá ensku hérna:

”The Exile had cut him/herself off from the Force - from the need for power and control and sureness represented by it and the fear of living without it. Those cast-off emotions became “Darth Nihilous”. It was the Exile's fear and need given embodied form.“

Þess vegna er ekki hægt að sjá framan í hann, maður væri bara að sjá tómarúmið manns í sálina.

En svo kemur þessi ruglingur þegar að maður er búinn að sigra hann. Þá kemur hún Visas og tekur náttlega grímuna af honum, og maður spyr hana, ”What did you see?“ hún svarar ”Just a man“ It's not making SENSE. Semsagt var Darth Nihilous bara venjuleg persóna? Miða við hvað maður fær að vita í sögunni er hann ekki maður, eins og hún Kreia segir, ”He is no longer a man, because he is too powerful.“ Svo, hann var semsagt maður, en ekki svona vera sem var til af ”Forceinum“?

Tæknilega finnst mér þetta ekki alveg fullkomað þetta dæmi með Darth Nihilous það er einhvernveginn allt í rugli, greinilega hefur LucasArts haft mikla pressu á Obsidian og rushuðu þeir aðeins við fullkomnun leiksins og þess vegna vantar parta og mikið af ”glitchum“ og ”buggum“. Dæmi má nefna þú fyllir skipið af sprengiefnum og hefðir getað farið út og allt hefði sprungið án þess að Nihilous hefði fattað eitthvað, á hann skilurru að vera ”Destroyer of Worlds“, hugmyndirnar voru greinilega ekki framkvæmdar nógu vel.

Annað dæmi sem er asnalegt, ef þú spilar ”female“ þá ertu með ”male“ alter-eco, sem er náttlega asnalegt.

Svo líka fann ég upp stórmerkilegan hlut sem allir myndu ekki fatta.
Long story short
Fannst languagið hans Nihilous dularfullt og mér finnst gaman að fikta í hljóðum og prófaði að spila alla soundfileanna með honum ”BACKWARDS“

Allt sem hann segir MAKEAR sense, semsagt þannig vitum við það að þessi ancient Sith language er bara enska spiluð afturábak, nei þetta er örugglega bara svona smá ”Easter egg“ sem þeir gerðu bara svona viljandi.

En allavega ég náði ”næstum“ að skilja allt og ætla að posta það hér sem mér fannst hann segja, þið getið líka prófað þetta og tékkað hvort þið heyrið eitthvað annað ;)

Fyrsta cutscenið sem við sjáum fyrst með Visas:

Nihilous: You have sensed him? The one who stole my essense? Find him and bring him to me. If you lie… remember - your life is mine.

Þegar þú hittir hann á ”Ravager“

Nihilous: Nihilus: You! Thief! At last I will be whole again… the essense… MINE!

Þegar þú segir honum að það séu engir Jediar á Telos og að Treya sé að gabba hann.

Nihilous: I did not come looking for Jedi… I came looking for you… and I have found you…

Nihilous: At last I will be whole… what you took from me at Malachor Five I will take back…

Nihilous: Stand with him, Visas, and you will fall…

Nálægt dauða hans:

Nihilous: No! Master… Traya… (eða það var ”Betrayal“ ég heyrði það ekki alveg það var svo óskýrt)

Svo prófaði ég líka að spila backwards dæmið þegar þú ert með Atris og allir Sith speakerarnir um kring eru að væla eitthvað, það reyndar náði ég ekki að skilja. Það eina sem ég heyrði í var bara fullt af fólki og voru eitthvað að bulla ”Betrayer, betrayer, betrayer“ á milljón eða eitthvað, alveg ómögulegt að heyra það út af því það er svo mikið overlapp á þessu.

Semsagt Darth Nihilous og the Exile er sama persónan einhvernveginn, og þegar þú drepur hann færðu þenna ”lost" force power til baka, allavega held ég því fram vegna þess að þú færð maximum force points increased þegar þú færð grímuna hans, það allavega makear sense fyrir mér. Hann hefur meira að segja sömu aðferðina og maður sjálfur, að draga force orkuna frá öðrum og setja hana í sjálfan sig.

Allavega ég vil ykkar comment á þessa persónu og ef þið vitið eitthvað meira um hana endilega segið mér, og ef þið eruð ósammála mér um hana eða sammála endilega látið mig vita.

…………Þóri