Villimaðurinn frá Diablo 2 er nokkuð merkileg persóna. Skemmtileg og sniðug, full af óvæntum uppákomum… Ekki beint. Villimaðurinn ógurlegi er hin ógnvænlegasta drápsvél, satt er það, en eitthvað vantar upp á persónutöfra þessa hrausta manns. Hann ferðast einn um löndin en enginn veit af hverju. Gengur um hin ýmsu lönd og lemur vondu kallana, það er hans ævistarf. Og Jebus veit að hann er andskoti klár í því.

Við skulum núna fara aðeins nánar út í þetta allt saman. Byrjum á byrjuninni. Villimaðurinn, eða ?Barbarinn,? (Barbarian fyrir hina Engil-Saxnesk ættuðu) hefur ætíð heillað mig. Örugglega það fyrsta sem fékk mig til að dá hann svo mikið var sú einfalda staðreynd að þessi stóri, sterki vígamaður klæddist rauðu pilsi. ?Ertu fáviti? Þetta er bara skotapils!? hugsa eflaust margir núna. Svarið við því er nú bara einfaldlega já, en ég vissi samt alveg að þetta átti að vera skotapils.

Eftir að hafa dáðst að klæðnaði hans tók ég eftir að hann var málaður í framan. Make-up, pils og stórar axir, hvernig gæti ég *ekki* heillast að þessu?! Maður sem gengur um heiminn svona til fara og drepur djöfla hægri, vinstri er auðvitað strax kominn í uppáhald hjá mér. En það er meira bakvið þennan undursamlega mann en klæðskipti og drápstól, jáhá, hann getur nefnilega notað TVÆR axir í einu í bardaga! Og trúið mér, það er erfiðara en það sýnist.

En hins vegar er hann líkur öllum hinum félögum sínum í Diablo 2 að því leiti að persónutöfrar hans eru minni en svamps. Hann gæti ekki fengið apa til að borða banana þótt líf hans væri að veði. Mig grunar líka að hann sé mállaus, þó get ég ekki staðfest það. Nema hann sé bara svona hrikalega feiminn, það er auðvitað líka möguleiki.

Svo þarf maður auðvitað að ræða um svakalegu bardagahæfileika hans nánar. Þessi villimaður er nefnilega meistari í því sem hann gerir, og það er að slátra öllum sem í vegi hans verða á nokkrar hugsunar. Mjög heppilegt starf fyrir mann eins og heillandi og hann er. Venjulegt fólk er hins vegar það heppið að það virðist vera að allir þeir sem verða svo í vegi hans séu að ógna öryggi heimsins og þar með íbúum þess líka. Ég er ekki enn viss hvort þetta sé tilviljun eða ekki. Eitt er þó víst, eftir að vinnu hans verður lokið munu íbúar heimsins geta andað léttar. Og það getið þið líka því þessari grein er hér með lokið.