Edwin Odesserion og Minsc Nú ætla ég loks að senda inn greinina sem ég hafði lofað. Það voru miklar vangaveltur um hvort ég ætti að skrifa um Edwin eða Minsc. Þannig að á endanum ákvað ég að skrifa bara um báða.

Báðir algjörar andstæður. Edwin einn heljarinnar galdrakarl, Minsc einn heljarinnar bardaga tankur. Edwin er illur, hrokafullur, gáfaður, valdasjúkur og undirförull. Minsc er góður, heimskur, heiðarlegur, og réttsýnn.

Þessir menn myndu aldrei ganga upp í föruneyti útaf því hversu miklar andstæður þeir eru og þá er ég ekki að taka inní hatur þeirra fyrir hvor öðrum vegna nornarinnar Dynaheir.

Inniheldur kannski spoilera þannig að ef þú vilt ekki vita allt um þá, slepptu því!

——
Hlutverk þeirra í BG 1!
——

Edwin hittir þú á brú í neðri part námubæjarins Nashkel. Ef þú talar við hann biður hann þig um að slá þér uppí föruneyti með honum og halda til Gnolla virkisins og slátra illu norninni Dynaheir sem hefur tekið sér upp bæli þar. Ef þú samþykkir þá mæli ég ekki með því að þú talir við Minsc því hann mun ekki bregðast vel við.
Þegar farið er útí fortíð Edwin's þá vill hann ekki segja mikið og segir þér að skipa þér ekki af hans málum. Hann talar meira við sjálfan sig enn föruneytið og heldur því oft fram að föruneytið væri “heppið” að jafnvel hafa hann í návist sinni. En eitt sem bendir til einhverjar fortíðar er hálsmenið sem hann gengur um með, hálsmenn Rauðu vitkana af Thay(The Red Wizards of Thay) enn eins og ávalt ef spurt er út í þetta segir hann þér að skipta þér ekki af.

Edwin - Conjurer: Str 9 Dex 10 Con 16 Int 18 Wis 9 Cha 10 ][ Lawful Evil

Niðurstaða: Edwin er einn ef ekki sá besti galdramaður sem þú finnur. Hann fær auka fyrsta stigs og annars stigs galdra. En maðurinn er alveg hræðilega leiðinlegur og hrokafullur. Getur tekið högg enn ekki halda honum í fremstu vígalínu, hann á heima fyrir aftan að annað hvort að kasta verndurnar göldrum á föruneytið eða sóknargaldra á óvininn. Afbragðs galdrakarl enn alveg hræðilega leiðinlegur persónuleiki!
—–
Minsc hittir þú fyrir framan bústaði varðanna í litla námubænum Nashkel. Ef þú talar við þig biður hann þig að hjálpa sér við að bjarga norninni Dynaheir sem hefur verið tekinn til fanga af Gnollum í héraðinu. Ef þú samþykkir mæli ég ekki með að þú talir við Edwin, þó hann bregðist betur við en Minsc þá er alltaf hættan á að bardagi brjótist út.
Minsc er hinsvegar mun opinskárri enn Edwin þegar það kemur að fortíð sinni. Hann segir þér að hann er berserkur frá landinu Rasheman. Hann kom hingað með tvennt í huga, að sýna sig og sanna í dejemma sem er athöfn sem þarf að taka til að vera samþykktur sem karlmaður í Rasheman enn einnig kom hann til að vernda norninna Dynaheir.
En hann brást á endanum þegar gnollar sátu fyrir þeim og rotuðu Minsc og tóku Dynaheir til fanga. Nú situr hún í dýflissu hjá Gnollunum og er Minsc að reyna skaffa föruneyti til að bjarga henni. En Minsc er þó aldrei einn, því hann hefur sinn góða vin Boo! Hann keypti víst Boo af einhverjum götusölumanni og segist ekki hafa séð eftir kaupunum. Hann reynir víst að halda því fram að Boo sé minnkaður risastór geim hamstur enn hvort það sé ekki til í því veit maður ekki.

Minsc - Ranger(Berserker): Str 18/93 Dex 15 Con 15 Int 8 Wis 6 Cha 9 ][ Neutral Good

Niðurstaða: Minsc er bardagatankur. Frábær bardaga maður sem skartar þeim möguleika að fara í æðiskast(rage) og eru þeir ekki margir menn sem geta tekið Minsc, enda enn stór bardaga vél. Þó svo að Minsc geti notast við boga þá værirðu að skemma hann með að halda honum aftast með boga, honum var ætlað að vera í fremstu vígalínu og vernda þá sem aftar eru!
Frábær bardagamaður þó svolítið heimskur og einn sá skemmtilegast persónuleiki sem finnst í CRPG leikjum, góður í flesta staði þegar það kemur að bardaga, Minsc á heima í öllum góðum bardaga föruneytum!


Ef þú vilt hafa Dynaheir, Minsc og Edwin þá geturðu farið og náð í Dynaheir með Minsc og komið tilbaka með þeim til Edwins og þá heimtar hann að fá að ganga til liðs við þig svo hann geti allavega passað að Dynaheir geri ekkert af sér. Og þá eru allir meðlimir komnir með þér!

—–
Hlutverk þeirra í BG2!
—–

Minsc. Þegar þú vaknar í dýflissu Irenicusar er Minsc aðeins nokkrum klikkum fyrir aftan þig. Búrið hans er víst læst svo vel að það var ekki einu sinni gerður lás enn ekki gefa upp voninna. Þú þarft aðeins að gera hann svo reiðann að hann brjóti rimlana.
Minsc hefur ekki breyst mikið fyrir utan að núna er enginn Dynaheir. Eftir að þú hvarfst ákvað hann og Dynaheir að fara finna vini sína en enn og aftur var setið fyrir þeim og í þetta sinn var Dynaheir drepinn. Og það sem verra var að Minsc var látinn horfa á meðan hún var drepin. Minsc er aðeins reiðari í byrjun leikjarins enn í fyrri enn það líður hjá.
Hann er meira aktívur í samtölum og getur verið svolítið pirrandi þegar komið er að samtölum við illa menn. Og oft á tímum getur hann klúðrað mögulegum verkefnum eða jafnvel gengið það langt og stofnað slagsmál. Og það verður að vanda valið á fólki í föruneytið þitt ef Minsc er með þar sem oft kemur til slagsmála þegar illt fólk er í því(Edwin).

Minsc - Ranger(Berserkur): Str 18/93 Dex 16 Con 16 Int 8 Wis 6 Cha 9 ][ Neutral Good

Niðurstaða: Hann hefur bætt sig í stötum og brátt munu galdrar verða mögulegir hjá honum. Og nú þegar möguleikar eru á betri vopnum þá verður Minsc(og aðir líka) mun öflugri með gott sverð í höndum. Það gilda sömu punktar um hann og að ofan. Enn nú bætast líka inní allir brandararnir, sem eru alveg hlægilegir. Ennþá sami frábæri bardaga maðurinn og kominn með enn betri persónuleika enn oft stendur hætta af honum þegar það kemur að því að fá verkefni frá illum mönnum!
—–
Edwin finnurðu á höfninni í Athkatla. Hann er í þjófa húsi Mae' Vars á eftu hæð og eina leiðin til að fá hann er að gera þau verkefni sem Mae' Var biður þig um. Og eins honum einum er lagið þá ákveður hann að svíkja Mae' Var.
Strax og Mae' Var er úr sögunni þá getur hann verið í föruneytinu til dauða.
Ennþá sami leiðindamaðurinn enn orðinn enn betri galdrakarl. Ef þú vilt fá galdrakarl í föruneytið þitt í BG2 þá er Edwin valið þitt… af því hann er sá eini sem er alvöru galdrakarl og ekki multi/dual class.
Edwin er þó aðeins virkari enn Minsc þegar það kemur að verkefnum.
Um leið og þú gengur í kirkjugarðinn í Athkatla biður hann þig um að lýta með sér niður í grafirnar fyrir neðan vegna máttugs galdurs(The Nether Scroll) sem á að vera þar. Þegar þangað er komið bíður þín Lich, enn ekki örvænta hún er í rauninni ekki ill enn ef Edwin er með þér í föruneyti þá mun þetta enda í bardaga sama hvað. Hún er samt ekkert mál og þegar hún er afgreidd tekur Edwin upp galdurinn og segist ætla geyma hann(birtist ekki í inventory). Og síðan mun reglulega koma upp samtal þar sem hann segist að hann sé alveg að verða búinn að ráða galdurinn og þegar það kemur loks að því kemst maður að eðli galdurins. Hann á að breyta handhafa í lifandi Lich. Enn eitthvað missheppnast hjá Edwin og í stað þess að breytast í lich breytist hann í konu, alveg hlægilegt.
Enn ekki örvænta! Eftir um það bil 20 daga kemur galdramaður frá Rauðu Vitkunum í leit af Edwin, þú getur sagt honum að konan sé Edwin og verður allt brjálað eða hylmt yfir Edwin. Ég mæli með því síðarra því innan nokkurra daga kemur maðurinn aftur og kannast þá við Edwin í konu líki og breytir honum til baka. Edwin sem skammast sín svo ægilega ræðst að honum og slátrar honum svo þetta fréttist ekki.

Edwin - Conjurer: Str 10 Dex 10 Con 16 Int 18 Wis 10 Cha 10 ][ Lawful Evil

Niðurstaða: Edwin er orðinn enn öflugir enn áður enn eins og áður á hann ekki heima í fremstu vígalínu. Þótt hann hafi enn sama gamla persónuleikann þá frískar það aðeins uppá að breyta honum í konu þar sem hann breytist aðeins í skapi þá og komast föruneytis meðlimir ekki hjá því að gera grín af honum. Ef þú vilt galdrakarl í liði þínu þá er Edwin maðurinn, gott eða illt föruneyti, hann er maðurinn. Ennþá sami leiðindamaðurinn enn það breytist allt. Mæli eindregið með honum.

Það er mun hættulegra að hafa Minsc og Edwin í sama föruneyti enn áður. Edwin er stöðugt að móðga Minsc og á endanum slíta þeir sig úr föruneytinu og heyja bardaga uppá líf og dauða.
Edwin virðist vilja að allir hati sig og gerir ekki mikið til að breyta því. á meðan Minsc hins vegar hrósar öllum og sparar ekkert í hógværð.

Fólk sem Edwin er í áhættuhóp hjá:
Minsc
Keldorn
Valygar
Jaheira

Hér ætla ég að enda þetta. Báðir bráðskemmtilegir spilarar á sinn veg. Ég mæli eindregið með þessum mönnum þegar það kemur að föruneyti, samt kannski ekki saman.

Heimildir:
http://www.planetbaldursgate.com/bg/encounters/npcs/edwin/
http://www.planetbaldursgate.com/bg/encounters/npcs/minsc/
http://gamebanshee.com/baldursgateii/npcs/edwin.php
http://gamebanshee.com/baldursgateii/npcs/minsc.php