Nýtt efni Mér hefur fundist þetta áhugamál mitt hérna á Huga.is vera í einhverri lægð uppá síðkastið. Ég ætlaði því að reyna að hrífa aðra aðdáendur Tölvuhlutverkaleikja með mér með því að fjalla aðeins um nýjan leik sem er í smíðum hjá félögunum í BioWare. Þeir sem eitthvað vita um Tölvuhlutverkaleiki vita að þeir hafa í gegnum tíðina verið nánast óskeikulir við gerð góðra leikja, s.s. Baldurs Gate, Neverwinter Nights og KOTOR.

Þessi nýji leikur heitir Dragon Age og Bioware lofa að hann verði flott blanda af Strategíunni í Baldurs Gate og Flottheitunum og Fáguninni úr KOTOR. Sagan mun verða með mystískum fantasíuáhrifum og sé ég í kristalskúlunni minni að Drekar muni koma þarna eitthvað við sögu.

Þetta mun verða í fyrsta sinni sem BioWare mun skapa sinn eiginn heim með nýjum Hlutverkareglum og öllu því teningakasti sem því fylgir. Get ég því ekki verið annað en spenntur, því þessi leikur er ennþá aðeins sagður á leiðinni í Pésann, og því vonandi ekkert Deus Ex Dumb Down á ferðinni.

Ekkert er ennþá vitað um útgáfudag, mánuð eða ár svo við munum þurfa að bíða eitthvað eftir þessum en BioWare hefur ekki klikkað hingað til við gerð meiriháttar hlutverkaleikja og geri ég ekki ráð fyrir því að breyting verði þar á núna.

Með von um góðan leik,

Lobot