Þá eru hinar langþráðu tölur yfir vinsælustu áhugamálin komnar og vil ég þakka JReykdal fyrir að koma þeim til skila, þó svo að þetta sé eilítið seint. Betra er seint en aldrei.

Tölurnar eru yfir fjóra síðastliðna mánuði.

September var mánuður sem ekki er hægt að hrópa húrra fyrir, en þá lenti CRPG í 54. sæti með 8146 flettingar yfir mánuðinn. Frekar slappur mánuður.

Hins vegar var október góður mánuður og klifruðum við upp um 12 sæti og lentum í því 43. sem er mjög gott. 12.182 flettingar þann mánuðinn, sem er jú frábært miðað við september.

Svo kom sprengjan í nóvember, en þá höfnuðum við í 59. sæti sem er ferlegt. Þó voru fleiri flettingar þá en í september, eða 8538 sem kom mér á óvart.

Desember var dýrðarmánuður með 15.113 flettingar. Þá lentum við í sæti 34 sem er ótrúlegt stökk frá því í nóvember.

Ég ætla rétt að vona að við höldum áfram að klífa vinsældalistann, en það gerum við einungis með hjálp ykkar kæru notendur.

———————

Brátt mun ég koma þessum Pradusspuna í gang, en segið mér hvernig þið viljið hátta þessu, hvort þetta fari fram á greinakubbnum eða undir einhverju öðru. Einnig mundi ég gjarnan vilja fá að vita hvernig þið byrjið á þessu og á þetta ekki bara að vera eins og spuninn sem er í gangi núna á Föla Dvergnum (ég mun ekki taka þátt í þessum spuna).

Einnig mun ég taka mig til og setja saman eina grein um næstu helgi fyrir greinasamkeppnina, svona til að koma öðrum í gang.