Freedom Force er leikur frá ástralska fyrirtækinu Irrational Games, en það færði okkur hinn frábæra System Shock 2 hér áður fyrr. Sögusviðið er New York borg árið 1962. Ofurhetjur vernda borgina gegn glæpamönnum, brjáluðum vísindamönnum og mörgum öðrum.

Leikurinn er í þrívidd og er hlutverkaleikur. Hægt er að spila bæði góðar og vondar ofurhetjur, sem að berjast sín á milli um New York. Hægt verður að skapa sínar eigin persónur, með veikleikum og styrkleikum. Einnig verður hægt að breyta útliti þeirra og jafnvel hanna ný ævintýri og staði, ekki mjög ólíkt Neverwinter Nights.

Þessi leikur lofar góðu, og stíllinn á leiknum er ekkert ósvipaður ofurhetjunum úr Dexter's Laboratory á Cartoon Network. Ég hvet fólk til að skoða þennan leik nánar.

<a href="http://www.myfreedomforce.com“>My Freedom Force</a> - Aðalsíða leiksins.
<a href=”http://www.irrationalgames.com">Irrational Games</a> - Heimasíða hönnunarfyrirtækisins.

Þess má geta að Irrational Games eru líka að hanna einhvers konar hryllings-hlutverkaleik fyrir Playstation 2.