Eftir nokkur hugaskilaboð, hef ég ákveðið að halda áfram með Skugga Ömmu.



“Stutt og gott stopp”, hugsaði ég með mér er við hófum langa og stranga gönguferð frá þeim stað þar sem Úldnu Hæðirnar stóðu eitt sinn, en voru brunarústir einar eftir kurteisis heimsókn mína. Við vorum komin aftur á byrjunarreit, til borgarinnar AðKalla (Athkatla).

Enn var pláss í pyngjunni minni fyrir meira gull, þrátt fyrir þá veglegu borgun sem Hr. Léttur hafði borgað mér fyrir ‘verkefnið’ í Úldnum Hæðum, því var ferð okkar heitið í ríkisbubbahverfið. Eftir að ég hafði hleypt sjálfum mér í verðmæti fólks rákumst við á mann sem hét TólgEyra (Tolgerias). Hann sá fljótlega hversu hæfur og vel vígur ég var og spurði mig hvort ég væri til í að vinna fyrir hann verkefni, sem ég og jánkaði eftir að hann bauð borgun, en ég átti að elta mann sem hafði banað Kýrlegum Galdramanni, en það ljúfmenni hét ValGreinar (Valygar). Er hann minntist á að það skipti ekki máli hvort ég skilaði honum dauðum eða lifandi, fór munnvatn að streyma niður munnvikin á mér. MinnDisk og ÉgHeyra litu vandræðalega á hvort annað, og síðan á Kork, sem iðaði allur af spenningi sjálfur. TólgEyra lýsti fyrir okkur smáatriðum og líklegum felustöðum hans, en einmitt einn þeirra er í Úldni Hæðunum, en ekkert fleira sem vert er að minnast á. Aftur stóðu við frammi fyrir að ganga þvert yfir Ömmu til að komast að Úldnu Hæðunum, og máttum við engan tíma missa.

Eftir stutta göngu rákumst við á 4 aðila, einn þeirra lá, og hinir þrír stóðu yfir og spörkuðu í hann. Ég gékk snarlega að þeim og spurði hvort ég mætti ekki aðstoða þá, sem þeir jánkuðu við, og þar stóðum við og spörkuðum hann til ólífs. Eftir að ég hafði skvett munnvatni yfir líkið þá tjáðu þér mér það að þetta væri útsendari frá flokki fólk sem gengu undir nafninu HarpaEr. Ég auðvitað í góðæri mínu sagðist vera frá HarpaEru, og skaut það þeim skelk í bringu. Ég glotti og iðaði allur af spenning eins og 6 ára krakki á aðfangadagsmorgun þegar ég sá þá grípa til vopna. Þetta var því miður stuttur og einfaldur bardagi sem endaði með því að Korkur hoppaði ofan á eitt líkið og fór að níðast á því, og meira að segja mér varð óglatt við að sjá þetta, og sparkaði honum því af líkinu. Ég ákvað samt að kíkja á líkið sem við höfðum stappað til ólífs í sameiningu, og fann þar nisti sem var merkt HræLoka (Rylock). Ég hló innan í mér, því nafn hans átti sérstaklega vel við hann núna.

Loksins vorum við komin! Úldnu Hæðirnar, eða Útrýmdu Hæðirnar eins og þessi staður hét víst núna eftir síðustu heimsókn mína. Við lituðumst um í smá stund um svæðið, og komum fljótlega auga á kofa, þar sem einn álfur sat fyrir utan. Við gengum að honum og spurðumst fyrir um ValGreinar, en síðan kom það í ljós að það væri vinur hans. Hann spurði hvað við ætluðum okkur að gera er við finndum hann. Ég horfði á hann, með svip vonsvikins manns og svaraði snaggaralega “Drepa hann að sjálfsögðu! Dööh!”. Þessi orð féllu ekki í góðan farveg hjá álfinum, og hóf hann árásir á fríðu förunauti mína, en hitti gjörsamlega ekki neitt. Ég brá á það ráð að taka upp Kork og fleygja honum í álfinn, sem og gékk. Þarna lá álfurinn, varnarlaus meðan dvergurinn, Korkur, iðaðist á honum, og var þetta án efa versti dauðdagi sem hann gat ímyndað sér.

MinnDisk réðst á hurðina sem hélt kofanum lokuðum, og mölvaði hana með berum hnúfunum. Hann hafði varla stigið inn um dyrnar er maður, sem var falinn í myrkrinu hafði höggvið í átt að honum, en MinnDisk náði þó að hálf-hörfa með þeim afleiðingum að eyrað á honum fauk af. Skyndilega hóf persónan í myrkrinu að öskra, “ÞIÐ MUNUÐ ALDREI NÁ MÉR, ÞIÐ … ÞIÐ … KÝRLEGU GALDRAMANNA BJÁLFAR!!!”. ‘Maður sem móðgar svona, á sér ekki mikla viðreisnar von, og stígur því miður ekki vitið’, hugsaði ég með mér, en MinnDisk var ekki í skapi til að hugsa … hann var alveg bandsjóðandi vitlaus! Hann stökk í það ástand sem kallast víst ‘Ber Sér Ker’ (Berserk), og réðst í átt að ValGreinum. ValGreinar varði sig eins og hann gat, en að lokum varð það allt að ástæðulausu. MinnDisk barði og beit hann til dauða, og féll ValGreinar niður. MinnDisk var samt ekki á þeim buxunum að hætta þá, alls ekki, hann hélt áfram, barði og lamdi líkið þannig að það varð að lokum óþekkjanlegt! Nú þurftum við að skila TólgEyra því svona …

Þegar við komum aftur til AðKalla, og fórum á fund TólgEyra, sýndum við honum líkið. Hann trúði okkur ekki því það var gjörsamlega óþekkjanlegt og fór því féð okkar um þúfur, og var ég allt annað en sáttur með það. Ég gékk aftur í Slummuna, og fann Leður-Í'ann, og seldi honum MinnDisk. Ég var loks kominn í gömlu sæluvímuna, en þá heyrði ég aftur í Analiu, hún hóf að væla um það sama og síðast. Ég brosti til hennar, og bað hana um að merkja kastalann, sem hún hafði áður minnst á, á kortið mitt, en sló hana kalda í kjölfarið og seldi Leður-Í'ann hana einnig. Loks var sæluvíman kominn til að vera, og einnig kastali sem væri bráðlega … MINN! …