Jæja, ég hef tekið eftir því að það hefur ekki komið mikið af nýju efni inn á þetta áhugamál uppi á síðkastið svo ég ákvað að senda inn grein!

Ég prófaði Morrowind first þegar ég fékk hann lánaðann hjá Orrmundi vini mínum og varð strax upptekinn af ævintýraheimi Vvardenfell, sem endaði svo með því að ég fékk leikinn í jólagjöf.

Maður byrjar á skipi á leið til eyjunnar Vvardenfell þar sem maður velur nafn á persónuna sem maður leikur og lærir að stjórna henni. Fljótlega kemur skipið í höfn og vörður fylgir manni út, þar sem maður velur Race og Class, best er að velja Class fyrst og velja síðan Race útfrá því, um er að ræða 10 Race(og tvö kyn fyrir hvert Race) og 21 Class.

Class-arnir eru skiptir eftir hvort þeir eru sérhæfðir fyrir bardagakarla, galdrakarla eða þjófa. Einnig er hægt að búa til sinn eigin Class með því að raða Skills í Major og Minor, hægt er að setja 5 Skills í hvort og þeir skill sem þú setur í Major og Minor eru þeir Skills sem persónan á að sérhæfa sig í (ég held samt að það sé best að velja eitt af þeim Clössum sem boðið er upp á í leiknum þegar spilað er í fyrsta skipti).
Það eru þrjár leiðir til að hækka um Skill, fyrsta er einfaldlega að nota hann nógu mikið, önnur er að tala við sérstaka trainera sem hægt er að borga fyrir að hækka sig í ákvenum Skill, og sú þriðja er að lesa sérstakar bækur.
Major-Skills byrja í 30 og Minor-Skills byrja í 15(nema það Race sem valið er hækki það upp) og svo er auðveldara að hækka þessa Skills heldur en alla hina sem byrja í 5. Eftir að hafa hækkað 10 Major- og Minor-Skills hækkar maður um Level.

Allir hafa líka 8 Attributes, sem eru Strength, Intelligence, Willpower, Agility, Speed, Endurance, Personality og Luck. Þessi Attributes spila mikið um hvernig persónan er, t.d. þurfa Warriors að hafa mikið í Strength og Endurance en þjófar þurfa að hafa mikið í Agility og Speed. Í hvert skipti sem maður hækkar um Level fær maður að velja um hvaða 3 Attributes hækka og þau hækka í samræmi við hvaða Skills maður hefur hækkað, ef maður hefur t.d. hækkað axe-Skill-inn mikið getur maður hækkað meira í Strength þegar maður hækkar um Level (því axe er undir Strength).

Maður fær einnig að velja Birthsign þegar maður byrjar. Best er að velja eftir því hvers konar Class maður ætlar að vera, hægt er að lesa um öll Birthsignin í bæklingnum sem fylgir með leiknum, en ég mæli persónulega með “The Lady” því það hækkar bæði Endurance og Personality um 25 sem verður að teljast slatti.

Að lokum eru eftir Health, Magica(mana), Fatigue og Encumbrance. Health er bara hversu mikið líf þú hefur, maður notar Magica ef maður kasta göldrum, Fatigue er þol (hversu lengi maður getur hlaupið) og Encumbrance er hversu mikið maður getur borið (byggt á Strength).

Þetta lýtur örugglega út fyrir að vera voðalega flókið allt saman en þetta lærist um leið og maður fer að spila leikinn!

Leikurinn byrjar á því að maður fær verkefni um að fara til borgar að nafni Balmora og afhenta pakka til Caius Cosades. Þetta verkefni er byrjunin á main quest-unum í leiknum, sem sagt það sem leikurinn snýst meira og minna um. En það er hægt að gera margt fleira í leiknum en bara main quest-in, það er hægt að ganga í mörg samtök eins og Fighters guild, Temple og margt fleira. Það eru einnig þrjú “Great House” en maður getur aðeins farið í eitt þeirra, þau eru Telvanni, Redoran og Hlaalu, eitt fyrir galdrakarla annað fyrir bardagakarla og þriðja fyrir þjófa. Stundum getur maður líka fengið verkefni fyrir fólk sem maður hittir þó maður sé ekki í neinu sérstökum samtökum. Að lokum er hægt að gerast vampíra og vinna verkefni fyrir einn af þremur vampíruflokkum.

NÆSTA EFNISGREIN INNIHELDUR SPOILER! Þeir sem ekki hafa spilað leikinn ættu ekki að lesa þetta nema þeim liggi mikið á að vita hvað gerist, en skemmtilegast er að komast að því í gegnum leikinn.

Í gegnum leikinn kemur smá saman í ljós, eftir því sem maður er lengra kominn í main quest-unum, að Dagoth Ur sé að eflast þar sem hann dvelst í miðju red mountain, sem er miðja eyjunnar. Mörgum öldum áður hafði Nerevar safnað saman herjum af Dunmer(Dark elves sem eru meirhluti íbúa á Vvardenfell) og tekist að sigra Dagoth Ur og House Dwemer (Dvergar) ,sem voru í bandalagi með honum, í miklum bardaga á red mountain. Þess vegna er aðeins einn eftirlifandi Dvergur á Vvardenfell. Nerevar fórst í bardaganum, en sagt er að þar sem ekki hafði tekist að eyða Dagoth Ur endanlega myndi Nerevar endurfæðast….

SPOILER BÚINN

Ég mæli eindregið með Morrowind þar sem hann er skemmtilegur, spennadi og mjög fjölbreyttur, enda talinn með betri CRPG leikjum sem gerðir hafa verið. Einnig er hægt að fá tvo aukapakka, Tribunal og Bloodmoon, sem ég hef reyndar ekki prófað en þeir eiga víst að vera mjög góðir.

Í Tribunal er miskunnarlaus konungur búinn að taka stjórn yfir Morrowind, á eftir manni eru hættulegir morðingar sem kalla sig the Dark Brotherhood. Leiðin á eftir að liggja til höfuðborgar Morrowind, í gegnum risastórar dýflissur og maður fær að hitta Sothu Sil og Almalexia, hina tvo guðina, sem eru eins og Vivec.

Í Bloodmoon er “the Empire” búið að koma af stað námugreftri á ísilagðri eyjunni Solstheim. Maður hefur val um hvort maður tekur stjórn yfir nýlendunni og hjálpar “the Empire” að ráða niðurlögum varúlfanna sem ógna nýlendunni, eða maður getir gengið til liðs við varúlfana.

Það væri líka gaman ef þeir sem spila Morrowind myndu segja frá sinni persónu.

Ég sjálfur er lvl 50 Dark Elf Battlemage og búinn að vinna Morrowind,
Vopn: Daedric Long Bow og enchantað Daedric dai Katana.

Vonandi hafði einhver gaman af því að lesa þetta,

Kveðja

Skúli

Heimildir
http://www.elderscrolls.com/
Don't argue with idiots. They drag you down to their level and beat you by experience.