Vonbrigði á Dark Alliance í Xbox Ok þannig er mál með vexti að ég var að fá mér Baldur's Gate: Dark Alliance í Xbox. Ekki hef ég prófað hann í PC og vona innilega að þeir séu ekki alveg eins. Allavega þá ætla ég að segja frá vonbrigðum mínum á Dark Alliance.

Í fyrsta lagi þá hef ég ekki séð góðan sögu þráð eins og er, enn í öðru lagi maður getur ekki búið sér til character heldur verður marður að velja úr characterum sem eru þegar til. Ekki heldur fær maður að kasta upp á stata(Statistics)heldur byrjarðu með um það bil 12 points. Characterarnir sem boðið er uppá eru, Human male Barbarian, Drow female Monk, Moon elf male Necromancer, Dwarf male rogue og Human female Cleric. Ég er heldur ekki sáttur við…ja mikin hluta af leiknum enn ég er alveg þokkalega óánægður með er sjónarhornið. Sjónarhornið er ekki þetta gamla góða(mér fannst það gott)heldur er maður mjög nálægt characteranum og getur ekki breytt og sér ekkert eiginlega í kringum sig.

Ekki að nefna það að þetta er alveg virkilega léttur leikur, að vísu hef ég ekki unnið hann enn ég hef komist hel**** langt. Ekki getur maður heldur ráðið alignment eða neitt, ef þú hittir traveler(ferðaling) og hann biður um hjálp þá getur þú ekki sagt nei, ef þú ert evil(Drow monk t.d.)þá geturðu aðeins verið dónaleg/ur við hann enn tekur samt verkefnið. Ekki er nú útlitið á characterum nú heldur flott og er dálítið asnalegt 2-player. Það er dálítið erfitt að kaupa sér af því það er sameiginlegur peningur, auðvitað er hægt bara að deila enn þetta er samt dálítið asnalegt.

Verð ég nú bara að segja það hreint og beint út, leikurinn er ein stór vonbrigði miðað við fyrri Baldur's Gate leiki, ekki það að hann sé rosalega slappur bara ekki góður miðað við forvera sína.

Eins og ég sagði þá hef ég ekki prófað Dark Alliance í PC og vona innilega að hann sé ekki eins og Xbox leikurinn.

Kveðja
*boggi35*