Drizzt Do'urden og sverðin hans %MYND MaleRanger.jpg%Drizzt, sem að sumir þekkja úr Baldur's Gate 1, getur hjálpað manni þegar maður fer á eftir Bhodi til að ná í lampann sem að opnar hliðið til Suldannessar. Maður hittir hann e.t.v. á leiðinni í kirkjugarðinn og getur þá beðið hann um hjálp.

Síðan fer maður niður í dýflissuna og hittir Drizzt. Hann er rosalega öflugur. Ég prófaði meira að segja að loka hann einan inni með einum Greater Fire Elemental til að drepa Bhodi og allar vampírurnar hennar. Það tókst. Fire Elementalið dó en Drizzt slapp með skrekkinn. Þetta sýnir hvað hann er öflugur.

Ef svo “óheppilega” fer að Drizzt deyr, þá er hægt að taka af honum tvö sverð (Scimitar). Annað er +3 og hitt er +5. Þau eru hreint frábær þegar þau eru notuð bæði í einu og virka fyrir næstum alla, jafnvel þjófa. Einnig er hann með AC 2 brynju.

En því miður getur reynst erfitt að taka hlutina hans Drizzt. Þegar komið er upp úr dýflissunni birtist aðstoðarmaður Drizzt og biður mann um að afhenda allt dótið hans. Ef maður neitar eru afleiðingarnar frekar leiðinlegar. En ef þér tekst að komast undan með allt dótið hans þá ertu komin með tvö mjög góð vopn og ágætis brynju.

Þetta er ekki það besta sem finnst, en fyrir þá sem eiga í vandræðum með að finna góð vopn þá er þetta góður kostur.

Royal Fool
Bringing smiles to sappy faces