Icewind Dale: Heart of Winter tilbúinn í kassann Mánudaginn 12. janúar tilkynnti stórfyrirtækið Black Isle að aukapakkinn fyrir hinn frábæra leik Icewind Dale, Heart of Winter, væri loksins “gone gold,” þe. tilbúinn í pressun, en þetta gildir þó aðeins um ensku útgáfuna og að það væri verið að leggja lokahönd á spænsku, ítölsku, þýsku og frönsku útgáfuna af þessari snilld, svo þeir sem að eiga leikinn á öðru tungumáli en ensku geta farið að telja peningana í buddunni. Til að sjá textann á ensku formi getið þið smellt <a href="http://www.interplay.com/icewind“>hér</a>.

Söguþráðurinn í Heart of Winter er á þá leið að Barbarar eru að skipuleggja árás á Ten Towns í nyrsta norðri Faerûn. Þú ferðast til Lonelywood, minnsta bæjarins á Ten Town svæðinu og hittir þar undarlegan mann sem kemur þér til hjálpar og nefnir það við þig að Barbararnir séu að gera slæm mistök. Það er undir þér komið að stöðva að þessi ógæfa lendi á þessu friðsæla svæði.
ATH: Þetta er aðeins hluti af söguþræðinum.

Það eru fullt af nýjum eiginleikum sem fylgja Heart of Winter eins og:

<ul>
<li> 800x600 pixel upplausn, bæði í Heart of Winter OG Icewind Dale.</li>
<li> Hægt að fela stjórnborðið, alveg eins og í Baldur’s Gate 2.</li>
<li> Betri OpenGL 3d stuðningur.</li>
<li> Scroll Cases og Gem Bags til að halda á öllu samnefndu.</li>
<li> Fullt af nýjum göldrum, eða yfir 60.</li>
<li> Yfir 80 nýjir galdrahlutir, jafnvel betrumbættir úr Icewind Dale.</li>
<li> Hærri experience cap, en hann nær nú upp í 2.900.000 exp.</li>
<li> Takki til að sjá hluti á gólfinu auk hurða (svipar til Diablo 2).</li>
<li> Fullt af nýjum skrímslum, og máske stærri en þau voru í Icewind Dale.</li>
</ul>

Þetta er rosalega freistandi fyrir þá sem að þoldu ekki Icewind Dale vegna upplausnarinnar.

Takk fyrir að lesa,

Willie

Ps. Hér er smá kafli um hvað það sé að vera Gone Gold, beint af vefsíðu Blizzard:

What does it mean when a game ”Goes Gold"?

This means that a Gold Master has been released to the CD plant for replication. Within a few days silver proof CDs are sent from the plant to our QA group were we do a final check to ensure that no anomalies have been inadvertently introduced into the CD or the code. When the silvers are approved, then the replicater starts pressing the CDs that are then shipped to our operations plant for insertion into the final box. Once the completed package comes off of the production line, it is shipped to stores.