“Easter eggs,” eða “Páskaegg” eins og það útleggst á okkar máli, eru hlutir sem að eru faldir fyrir augum þeirra sem ekki þekkja til þeirra. Ég hef fylgst með miklu á mínum árum ævinnar, og er hér stuttur listi yfir nokkur af þeim “páskaeggjum” sem að birtast í þessum frábæra leik.

1. Í Trademeet, rétt hjá torginu, er maður sem að heitir Neeber. Fyrir þá sem að spiluðu Baldur's Gate 1, þá var náungi í Nashkel sem að hét Noober, og pirraði þig þangað til hann hafði ekkert að segja lengur. Gerðu bara það sama við þennan til að gefa öllum 1000 quest exp. stig.

2. Þegar að Jan Jansen er tekinn og færður í fangelsi segir hann:
“Help me Hannes Bjarnason, you're my only hope” (Hannes er characterinn minn).
Fyrir þá sem að hafa séð Star Wars myndirnar, þá segir Leia prinsessa:
“Help me Obi-Wan Kenobi, you're my only hope.”

3. H'rothgar er dwarf sem að heldur sig á Copper Coronet. Ef þú hefur spilað Icewind Dale, þá veistu eflaust að Hrothgar er nafn prests Tempusar sem að heldur sig í Easthaven.

4. Þegar að Drizzt Do'Urden kemur og hjálpar þér í 6. kafla, þá eru nokkrir sem að koma með honum. Þeir eru:
Guenhwywar (Panther), Regis (Halfling), Wulfgar (Barbarian), Bruenor Battlehammer (Dwarf, bara Bruenor) og Catti-Brie (Human). Þeir sem að hafa lesið um ævintýri Drizzt í bókum R.A. Salvatore, þá eru þetta þeir sem að fylgja honum í bókunum, og fyrstu persónulegu vinir hans eftir að hann kom upp á yfirborðið frá Underdark.

Helmur the almighty