Ég vildi benda þeim sem ekki vissu á “ástirnar í leiknum”

Já það er rétt, þú getur fengið kærustu/kærasta í leiknum ef þú veist hvað þú ert að gera.

Ef þú ert karlkyns eru valmöguleikarnir þínir:

Aerie: Lawful Good, eftir að hafa hjálpað henni með sirkusvandann, gengur hún í lið með þér permanently (eða þartil þú kikkar henni)
Leiðin til að fá hana er að vera einfaldlega góður við hana. Þ.e. hlustaðu á það sem hún segir og reyndu að styðja hana þegar hún segir frá fortíð sinni.

Jaheira: True Neutral? Sýndu henni virðingu og svoleiðis, hjálpaðu henni í gegnum allar “Harper” questana, og hún mun á endanum vera þín. Þetta er voða klassísk ástarsaga.

Viconia: WHOA! hún er frekar f**** up, stundum er hún frekar nice við þig og spjallar við þig einsog jafningja, og síðan snýst hún á móti þér og rífur kjaft!!! En til að næla í hana þarftu að vera þolinmóð/ur og vera góður við hana (en ekki of góður)

Ef þú ert kvenkyns er “val” þitt:

Anomen: Frekar montinn ekki satt? Ojæja, Vertu bara góður við hann og svoleiðis og hjálpaðu honum með morðið á systur sinni.Aðeins góðar gellur geta nælt í hann.

Ath: ef þú tekur einhvern af þessum úr partyinu þínu þá eyðileggjast “ástarmöguleikar” þínir með þeim.

Ath einnig: Ég held að þú þurfir að vera human half elf eða elf til að þau sýni þér áhuga.

Ath líka: ef ástin gekk upp áður en þú kemur að því að drepa Bodhi í annað skipti þá breytist ástin þín í vampíru og þú þarft að drepa hann/hana. Það er hægt að lækna hann/hana en það er annað mál.

ATH (sigh): Ef þú ert að reyna við Aerie og ert með Haer´dalis í partyinu gæti hann byrjað að reyna við hana líka. Þetta getur endað með því að hann ræðst á þig.

Ath: í síðasta skipti: Þú getur haft tvær ástir en á einhverjum tíma í leiknum þarft þú að ákveða hverja þú vilt.

Það hefði þurft að setja fleiri karla sem valmöguleika í leikinn t.d Cernd (hann á skilinn annann séns) eða kannski jafnvel Edwin (hann er algjör bastarður en hei allir eiga skilið séns). Ojæja ekkert er fullkomið!!

Karkazz
EvE Online: Karon Wodens