Ég er með Half-Orc barbarian, sem flokkast undir Fighter, og hér er class questið sem hann og aðrir Fighterar fá:

Eftir að þú ert búinn að drepa TorGal í de'Arnise hold, þá spyr Nalia þig hvort að þú viljir hjálpa sér við eitt í viðbót. Segðu allt það jákvæða við hana, og þá ættir þú að eignast kastalann. Það sem að þú þarft að gera er að koma til kastalans á u.þ.b. viku millibili. Kastalanum fylgja 8 minniháttar verkefni. Ef að þú stendur þig illa við að leysa þau, þá gera bændurnir á landinu uppreisn. Hér koma verkefnin:

1. Reiður kaupmaður vill fá skaðabætur frá ÞÉR því að ræningjar hafa ráðist á kaupvagninn hans og stolið öllum varningnum. Hann vill fá endurgreitt fyrir vagninn, og að þú ráðir málaliða til að vernda sig og sínar vörur. Greiddu honum 1000 gp í skaðabætur fyrir vagninn og 500 gp fyrir málaliða til að græða 15,000 experience.

2. Vörður einn hefur verið staðinn að því að stela. Cernick aðalvörður vill að hann verði líflátinn þegar í stað. Ekki hlusta á hann, heldur áttu að hlusta á hlið þjófsins á málinu. Fyrirgefðu honum, og gefðu honum 500 gp fyrir meðalinu sem hann þarf. Fyrir það ættir þú að fá 15,500 experience.

3. Maður nokkur, sem að segist vera Priest of Tempus, og vill hann setja upp smá hof inni í herberginu sem að Golemarnir voru áður. Ef þú leyfir honum það, þá færðu þitt eigið hof og græðir 15,500 experience.

4. Boðberi kemur til þín og segir þér að fara aftur í kastalann ANNARS… Ef þú ferð þangað þá hittir þú Farthington Roenall lávarð. Hann vill að þú gefir sér kastalann í hendur Roenall fjölskyldunnar. Ég mæli með því að þú gerir það EKKI.

5. Tveir menn vilja giftast mærinni Chanelle. Annar þeirra, Jessup, er fátækur en hún elskar hann samt. Hinn heitir Malvolio, en hún elskar hann ekki. Ég ráðlegg þér að segja henni að hún eigi að giftast Jessup, enda miklu fleiri experience í því, eða um 15,500 exp.

6. Tveir menn koma og segja að fyrrverandi lávarður kastalans hafi skuldað þeim. Major Domo segir að það sé ekki rétt. En þú átt EKKI að neita þeim um greiðslu, því að þeir gætu haft áhrif á meðal bændanna. Borgaðu þeim 1000 gp fyrir 11,500 xp og aðdáun fólksins.

7. Gömlu flóðagarðarnir hafa brostið á nokkrum af bæjunum, og vilja fá pening til skaðabóta, og til þess að laga flóðagarðana. Ef þú borgar þeim 5000 gp græðirðu 15,500 xp. Auk þess þarftu að borga 2000 gp í viðgerðir. Ef að þú samþykkir það, líkar fólki betur við þig. Ef ekki, þá eru meiri líkur á uppreisn.

8. Roenall lávarður hefur ráðist inn í kastalann, til að ná honum með valdi. Það sem að þú átt að gera er að fara inn og drepa Roenall lávarð. Þegar þú drepur Roenall hættir bardaginn og þú vinnur. Þú færð 12,000 xp fyrir að drepa Roenall, auk Full Plate Mail +1 og Bastard Swords +1. Þegar þú ferð aftur inn, þá er þér sagt að þú megir eiga kastalann til æviloka, þ.e.a.s. ef að þú setur ekki of mikla skatta á þegnanna.

Vonandi koma þessar upplýsingar að einhverju gagni, enda er það einmitt það sem að ég vill að þessar upplýsingar geri.

Helmur the almighty