Þegar ég var að spila Baldur's Gate 2 þá seldi ég eitt sinn sverð sem ég átti á 20 og-eitthvað milljónir! Það átti samt bara að kosta nokkra þúsara. Ég hef bara einu sinni náð að gera þetta og það var fyrir algera tilviljun. Enginn sem ég þekki hefur náð að selja hlut á svona mikið. Ég held að þetta sé einhverskonar leyni trix sem höfundarnir hafa fundið uppá. Eða þetta sé bara galli í leiknum. Eftir þetta atvik þá þurfti ég aldrei aftur að hugsa um peninga eða að selja hluti. Ég átti alltaf nóg; sama hvað ég keypti mikið!