Nú hef ég spilað Baldur's Gate 1 & 2, Planescape: Torment, Fallout 1 & 2, Icewind Dale 1 & 2, Neverwinter Nights og fleiri hlutverkatölvuleiki og klárað þá flesta. Í flestum þessara leikja er hægt að spila með fleiri en einn character og allt uppí 6 í þeim tilvikum.
En nú kemur að mínu “vandamáli”: Ég hef aldrei getað spilað með fleiri en einn character í neinum af þessum leikjum alveg til enda vegna þess að í hvert skipti þegar ég sé “The party has gained experience: X” fæ ég nístandi sting í hjartað þegar ég hugsa um hversu lítinn hluta af þessari tölu hver character fær og hversu frábært það væri ef talan sem deilt væri með yrði 1. Þetta inner-conflict mitt gengur yfirleitt í gegnum meirihluta leiksins eða þar til ég fæ nóg og dömpa öllum úr partyinu mínu og sólóa þetta bara.
Ég veit ekki hvað þetta fetish á að þýða hjá mér en ég get bara ekkert gert að þessu, ég bara get ekki hugsað mér að fá 6 sinnum minna XP en ég gæti verið að fá…

Það er eitthvað við að “sólóa”, þ.e. spila leikinn með einum character, sem mér finnst skemmtilegra en hitt. Baldur's Gate 2 kláraði ég fjórum sinnum og þar af þrisvar þar sem ég sólóaði allan tímann. PS:T kláraði ég einu sinni, þar dömpaði ég öllum NPC'unum þegar ég var hálfnaður með söguna, Icewind Dale 1 sólóaði ég frá upphafi.

Kannast einhver annar við þetta “vandamál”? Eru fleiri sem fá þennan nístandi sting í hjartað við að sjá skiptingu XP?

Zedlic