Komið þið sæl öll, gaman að pósta hér eftir langan tíma.

Uppá síðkastið hefur nostalgían gripið mig heljar tökum og hef ég eytt smá tíma í að líta yfir gamla tíma. Ég gæti þrasað um hversu æðislegt allt var í gamla daga en ætli ég sleppi ykkur ekki frá því. Það eru víst orðin 7 ár síðan Call of Duty kom út! PS2 var þá, ásamt Xbox, ein helsta Console tölvan og því var fjölspilun nánast aðeins bundin við PC.

En eins og fyrr hefur komið fram greip nostalgían mig og hef ég velt mikið fyrir mér hvernig hlutirnir hafa breyst. Árið 2005 þegar Call of Duty var mjög stór spáði ég því að leikurinn myndi halda áfram að stækka og stækka hér á landi en þar óð ég í villu. Eftir útgáfu Call of Duty 2 í lok 2005 breyttist samfélagið ekki mikið. Helstu stuðningsmenn CoD1 áttu erfitt með að gefa CoD1 á bátinn og skipta yfir í CoD2 en á endanum gáfu sig flestir. Spilun fluttist af LAN í Online eftir dauða skjálfta. Ég get ekki áttað mig á hvort að spilurum fækkaði eða fjölgaði en ég giska að það hefur rokkað e-ð til og frá.

Síðan kom Call of Duty 4. Þar sem ég hætti allri spilun árið 2007 varð ég ekki vitni að þeirri breytingu sem átti sér stað í menningu Call of Duty á þessum tíma. Ég veit um spilara sem sögðu skilið við leikinn vegna þeirri miklu breytinga sem leikurinn tók frá CoD 2 í CoD4.

En þá er komið að spurningunni sem ég er hefur verið að spyrja sjálfan mig að núna uppá síðkastið. Hefur spilurum fækkað eða er leikurinn bara minna sýnilegur útá við. Ef svo er, af hverju hefur það gerst?

Sjálfur hef ég komið með nokkrar tilgátur og giska á að þetta sé blanda af þeim öllum. Ég er þó meira forvitinn að vita hvað ykkur finnst.

Mínar tilgátur:

*Síðan CoD1 spilun var í hámarki hefur margt breyst. Í dag er gífurlega mikið framboð af tölvuleikjum sem og að spilun hefur færst mikið frá PC yfir á PS3 og Xbox. Áður fyrr voru Quake, CS, CoD, WC og fleiri leikir sem börðust um markaðinn sem fjölspilun var. Í dag erum við með flóru af leikjum! Þetta eru leikir eins og FIFA, GT5, CoD, Halo, Killzone og fleiri leikir sem hafa fæðst eða fært sig yfir á console platform alfarið eða að hluta til.
CoD er þó ekki einu leikurinn þar sem spilun virðist vera minnka. Ég byrjaði spila CS um 2003 eða 2004. Þá voru tveir serverar sem voru 32. manna ávalt fullir sem og tveir aðrir sem voru 20. manna og sömuleiðis mjög vel sóttir. Í dag er CS að ná að fylla einn 20 manna server á Íslandi í dag.
Einfalt. Framboð hefur aukist gífurlega. Fólk að færa sig meira yfir á PS3 og Xbox vegna margra ástæðna.

*Eiga tölvuleikjamenningar undir högg að sækja vegna annarra ástæðna eins og nýrra kynslóðar? Persónulega þykir mér það of einföld ástæða. Fólk heldur alltaf áfram að spila tölvuleiki og eins og með allt þá kemur ný kynslóð í staðin fyrir þá gömlu.

*Erum við farin að færa spilun okkar meira erlendis vegna þess að tengingum hefur farið fram rétt eins og öllu öðru. Ég man sjálfur að það þótti gífurlega magnað ef einhver var á ljósleiðara. Í dag er sagan önnur.En jæja. Þá hef ég náð að koma hugleiðingum mínum á “blað”. Gaman væri að fá skoðanir ykkar og sérstaklega frá oldschool spilurum. Einnig væri gaman að sjá hvort þeir sem spila leikinn í dag og spiluðu hann í CoD1 og CoD2 segja um muninn. Var betra að hafa færri leiki sem voru meira spilaðir eða eigum við að fagna fjölbreytileikanum? Ath að ég er hér að tala sem Íslendingur. Geri mér grein fyrir að í fjölmennum ríkjum er þetta ekki vandamál (eða eins mikið).

Gaman að tjá sig hérna aftur og vona eftir skemmtilegum undirtektum :)
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.